- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 16 2007 14:26
-
Skrifað af Super User
Tímamótasamningur var gerður milli Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar þann 14. maí sl. Samningurinn felur í sér að Mosfellsbær leggur til 92.000.000.- kr. til reiðhallar sem reyst verður við hlið félagsheimilisins. Auk þess var gerður leigusamningur þar sem Hörður leigir allt athafnasvæði hestamannafélagsins á Varmárbökkum án endurgjalds til næstu 50 ára, samningurinn endurnýjast sjálfkrafa að þeim tíma liðnum til 10 ára í senn sé honum ekki sagt upp eftir fyrstu 50 árin.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Sunnudagur, apríl 29 2007 16:35
-
Skrifað af Super User
Elskulegu félagar, nú eru Fáksmenn að koma í heimsókn þriðjudaginn 1. maí og við ætlum að sjálfsögðu að taka vel á móti þeim. Því biðjum við ykkur að koma með eitthvað á veisluborðið í Harðarbóli. Gott væri að koma með veitingarnar milli 11-12 á þriðjudaginn.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 12 2007 12:27
-
Skrifað af Stjórnin
NÚ ÞEGAR DAGINN ER FARIÐ AÐ LENGJA OG VEÐUR AÐ BATNA leggja hestamenn land
undir fót og fara í lengri ferðir. Við Sörlamenn viljum bjóða ykkur
velkomin í kaffi og veitingar á Sörlastöðum alla laugardaga til vors...
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Laugardagur, febrúar 17 2007 12:00
-
Skrifað af Stjórnin
Við vekjum enn og aftur athygli á nýjum reglum um hjálmanotkun á mótum, en þær ganga út á það að hjálmurinn verður að vera af viðurkendri gerð, þ.e. merktur með CE 1384. Innan í hjálminum er einnig skráð hvaða ár á að hætta að nota hjálminn. Allir aðrir hjálmar eru ólöglegir á mótum samkvæmt FIPO reglum sem við Íslendingar höfum nú tekið upp. Fótaskoðun verður falið að fylgjast með þessu í framtíðinni.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 07 2007 09:35
-
Skrifað af Stjórnin
Herrakvöld Harðar verður haldið í Harðarbóli 24. febrúar. Skemmtiatriði og tilheyrandi, dúettinn Hljómur skemmtir fram á miðja nótt. Húsið oppnar kl. 24.00 fyrir konur og miðalausa
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 10 2007 08:50
-
Skrifað af Stjórnin
Dr. Björn Steinbjörnsson, dýralæknir, opnar innan skamms hestaspítala í
Mosfellsbæ, nánar tiltekið að Fluguvöllum 2a, Varmárbökkum, á svæði Harðar
í Mosfellsbæ. Sjá nánar:
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Veffang: www.hestalaeknir.is
Sími: 892 4434
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 27 2007 06:35
-
Skrifað af Stjórnin
Sæl hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu!
Við í Sörla ætlum að blása til glæsilegrar folaldasýningar laugardaginn 3.
febrúar nk. Við hvetjum félaga í nágrannahestamannafélögunum að koma með
sín folöld og sína okkur hvað þau geta.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 21 2006 10:09
-
Skrifað af Stjórnin
Við minnum á aðalfund félagasins sem verður haldinn í Harðarbóli kl. 20.00 miðvikudaginn 22.nóvember.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 27 2007 06:34
-
Skrifað af Stjórnin
Laugardaginn 3.febrúar verður ekta ilmandi íslensk kjötsúpa, krydduð með smá grobbi á tilboðsverði hjá Jósölum, 800 kr.
Öllu svo skolað niður með köldum öl á 500 kr.
Heitur heimelis matur í boði í hádeginu alla daga, kaffi og kökur á boðstólum.
Hægt að sleppa hestum í gerði og brynna þeim, hægt að kaupa handa þeim tuggu líka ef að komið er langt að!
Framvegis verður kjötsúpa alltaf á boðstólum á Laugardögum, 900 kr á mann.
Verið velkomin.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 21 2006 09:55
-
Skrifað af Stjórnin
Gengið hefur verið frá samningum við nýja eigendur reiðhallarinnar sem nú heitir Hestamiðstöðin Hestasýn(áður Hindisvík). Þeir félagsmenn Harðar sem hafa greitt félagsgjöldin hafa aðgang að höllinni frá 2.janúar 2007 til 30.maí 2007, en hún verður opin fyrir félagsmenn frá kl. 18.00 til 23.00 á virkum dögum og frá 14.00 til 20.00 um helgar. Reiðnámskeið barna, unglinga og ungmenna hafa þó forgang, sem og reiðnámskeið á vegum félagsins. Félagsmönnum er heimilt að vera með reiðkennara með sér í höllinni í einkatímum, en að öðru leiti er reiðkennsla í höllinni óheimil án skriflegs samþykkis fræðslunefndar félagsins. Við minnum á umferðarreglur í reiðhöll sem eru á link hér til vinstri.