Gleðilegt ár

Stjórn hestamannafélagisns Harðar óskar öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árst og þakkar fyrir árið sem nú er liðið.  Við hlökkum til samstarfsins á nýju ári.

Hitaveita í hesthúsahverfi

Gleðifréttir frá Mosfellsbæ


Gengið hefur verið frá samningum við verktaka um lagningu hitaveitu í hesthúshverfið að Varmárbökkum. Áætlað er að dreifikerfið verði lagt í hverfið á tímabilinu 15. júní 2008 til og með 15. september 2008. Hesthúseigendur geta frá og með 15. janúar 2008 sótt um heimæðar til Hitaveitu Mosfellsbæjar í gegnum þjónustuver í Þverholti 2. Verður þá gengið frá tengikössum inn í hús á yfirstandandi vetri. Sé sótt um heimæð fyrir 15. apríl 2008 er veittur 10% afsláttu af heimæðargjaldi. Eftir þann tíma er miðað við fullt gjald samkvæmt gjaldskrá sem er kr. 80.150,-.


Hitaveita Mosfellsbæjar

Reiðhallarbygging

Nú hafa verkfræðingar reiðhallarverktakans loksins skilað inn teikningum og framkvæmdir geta því haldið áfram. Við eigum því vonandi eftir að sjá mikið gerast á næstu vikum.

Reiðhöllin, tafir við framkvæmdir

Tafir hafa orðið á byggingu reiðhallarinnar þar sem verkfræðingar verktakans hafa ekki skilað teikningum á tilskildum tíma.  Þetta hefur leitt af sér að ekki hefur verið hægt að byrja á að smíða undirstöður og hefur ekkert verið hægt að vinna við verkið í á annan mánuð.  Smíði reiðhallarinnar er þó í fullum gangu erlendis og eru fyrstu burðarbitarnir væntanlegir til landsins í fyrstu viku  desember.  Þessar tafir eru afar leiðinlegar fyrir okkur, en við sömdum þannig við verktakann að hann átti að skila húsinu með teikningum og skil þeirra því alfarið á hans könnu.  Að öðru leiti hafa samskipti við verktakann verið mjög góð og ekki annað að sjá en þeir hafi fullan hug á að standa sig og leggja metnað í að við verðum ánægð með reiðhöllina okkar, enda mikilvægt fyrir þá að vel til takist.

 

Áætluð verklok eru  1.febrúar 2008.

Glitnir styrkir öflugt æskulýðsstarf

Endurnýjun styrktarsamnings Glitnis og Hestamannafélagsins Harðar

styrkur_til_harar Glitnir Mosfellsbæ og Hestamannafélagið Hörður hafa endurnýjað styrktarsamning sín á milli fyrir árið 2007. Hjá félaginu er rekið öflugt æskulýðs- og unglingastarf og er styrkurinn hugsaður til að styrkja starfið enn frekar. Í fyrra var gerður samskonar samningur á milli Glitnis og Hestamannafélagsins og eru báðir aðilar afskaplega ánægðir yfir því hversu vel samstarfið hefur gengið. „Glitni er sönn ánægja að styrkja það kraftmikla starf sem rekið er hjá Hestamannafélaginu Herði og það er ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga unga fólkið hefur á hestamennskunni,“ sagði Arnheiður Edda Rafnsdóttir viðskiptastjóri Glitnis í Mosfellsbæ. Síðustu ár hefur æskulýðsstarf á vegum Harðar verið eflt stórlega og er nú rekið með myndarlegum hætti. Hið sama má segja um fræðslustarf sem alla tíð hefur verið fastur liður í starfseminni. Þungamiðja félagsstarfsins er í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum og er þar að finna hina ágætustu aðstöðu til hestamennsku. Nánari upplýsingar veitir:Arnheiður Edda Rafnsdóttir, Viðskiptastjóri í Glitni Mosfellsbæ, í síma 440-4000. styrkur_til_harar Myndatexti:Á myndinni má sjá Sigurð Hinrik Teitsson stjórnarmann taka við styrknum fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar úr höndum Arnheiðar Eddu Rafnsdóttur Viðskiptastjóra hjá Glitni Mosfellsbæ. Einnig eru á myndinni Þóra María Sigurjónsdóttir á Kröflu, Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Sikli og Játvarður Ingvarsson á Helming.

Við byggjum reiðhöll

Nú er komið að því að framkvæmdir hefjist við reiðhöllina, ein grafa er þegar komin á svæðið og fleiri koma eftir helgi.  Reiknað er með að byrjað verði að grafa fyrir höllinni og flytja vegstæðið strax eftir helgi.  Þeir sem eiga kerrur á kerrustæðinu eru beðnir að færa þær fyrir mánudaginn 3. sept.  Það fylgir töluvert rask framkvæmd sem þessari, en við höfum reynt að stytta verktímann eins og hægt er og á höllin að vera risin og grófjafnað fyrir framan hana fyrir áramót. 

  Smile Farið varlega nærri framkvæmdasvæðinu. Smile

Bæjarhátíðin " Í túninu heima".

Ratleikur á hestum: Ræst verður í Laxnesi kl. 11.00 á laugardegi 25. ágúst. Riðið verður um Katlagil, þar sem silfur Egils Skallagrímssonar er falið og þaðan fyrir Mosfellið, niður bakka Leirvogsár og komið í mark við Harðarból. Vegleg verðlaun í boði í unglingaflokki og meistaraflokki. Skráning í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, s: 525 6700 og lýkur henni miðvikudaginn 22. ágúst.