- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 16 2007 14:26
-
Skrifað af Super User
Tímamótasamningur var gerður milli Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar þann 14. maí sl. Samningurinn felur í sér að Mosfellsbær leggur til 92.000.000.- kr. til reiðhallar sem reyst verður við hlið félagsheimilisins. Auk þess var gerður leigusamningur þar sem Hörður leigir allt athafnasvæði hestamannafélagsins á Varmárbökkum án endurgjalds til næstu 50 ára, samningurinn endurnýjast sjálfkrafa að þeim tíma liðnum til 10 ára í senn sé honum ekki sagt upp eftir fyrstu 50 árin.