Glitnir styrkir öflugt æskulýðsstarf
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 04 2007 14:19
- Skrifað af Super User
Endurnýjun styrktarsamnings Glitnis og Hestamannafélagsins Harðar
Glitnir Mosfellsbæ og Hestamannafélagið Hörður hafa endurnýjað styrktarsamning sín á milli fyrir árið 2007. Hjá félaginu er rekið öflugt æskulýðs- og unglingastarf og er styrkurinn hugsaður til að styrkja starfið enn frekar. Í fyrra var gerður samskonar samningur á milli Glitnis og Hestamannafélagsins og eru báðir aðilar afskaplega ánægðir yfir því hversu vel samstarfið hefur gengið. „Glitni er sönn ánægja að styrkja það kraftmikla starf sem rekið er hjá Hestamannafélaginu Herði og það er ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga unga fólkið hefur á hestamennskunni,“ sagði Arnheiður Edda Rafnsdóttir viðskiptastjóri Glitnis í Mosfellsbæ. Síðustu ár hefur æskulýðsstarf á vegum Harðar verið eflt stórlega og er nú rekið með myndarlegum hætti. Hið sama má segja um fræðslustarf sem alla tíð hefur verið fastur liður í starfseminni. Þungamiðja félagsstarfsins er í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum og er þar að finna hina ágætustu aðstöðu til hestamennsku. Nánari upplýsingar veitir:Arnheiður Edda Rafnsdóttir, Viðskiptastjóri í Glitni Mosfellsbæ, í síma 440-4000. styrkur_til_harar Myndatexti:Á myndinni má sjá Sigurð Hinrik Teitsson stjórnarmann taka við styrknum fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar úr höndum Arnheiðar Eddu Rafnsdóttur Viðskiptastjóra hjá Glitni Mosfellsbæ. Einnig eru á myndinni Þóra María Sigurjónsdóttir á Kröflu, Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Sikli og Játvarður Ingvarsson á Helming.