Hitaveita í hesthúsahverfi

Gleðifréttir frá Mosfellsbæ


Gengið hefur verið frá samningum við verktaka um lagningu hitaveitu í hesthúshverfið að Varmárbökkum. Áætlað er að dreifikerfið verði lagt í hverfið á tímabilinu 15. júní 2008 til og með 15. september 2008. Hesthúseigendur geta frá og með 15. janúar 2008 sótt um heimæðar til Hitaveitu Mosfellsbæjar í gegnum þjónustuver í Þverholti 2. Verður þá gengið frá tengikössum inn í hús á yfirstandandi vetri. Sé sótt um heimæð fyrir 15. apríl 2008 er veittur 10% afsláttu af heimæðargjaldi. Eftir þann tíma er miðað við fullt gjald samkvæmt gjaldskrá sem er kr. 80.150,-.


Hitaveita Mosfellsbæjar