- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 24 2008 16:27
-
Skrifað af Super User
Kæru hestamenn í Herði !
Þegar þetta er ritað kl. 14 á aðfangadag hafa 9 hestar
drepist úr 40 hesta stóði sem haldið var í Norðurgröf. Að sögn Ólafar Loftsdóttur
dýralæknis, sem sinnt hefur hestunum eru enn þá einhverjir hestar
alvarlega veikir, en almennt séð er
hjörðin þó á batavegi. Hestunum var komið fyrir í 4 hesthúsum í
hesthúsahverfinu og í hesthúsi að Teigi við Reykjaveg. Þau hús þar sem veikir
hestar eru hýstir hafa verið merkt með gulum borða og er til þess ætlast að
eingöngu eigendur gangi um þau. Hafa eigendur og eða umráðamenn veiku hestanna
verið beðnir um að fylgja eftirfarandi reglum:
·
Nota sérstök hlífðarföt til gegninga, sem ekki
eru notuð annars staðar
·
Hafa skó/stígvél til skiptanna til að nota í
hesthúsinu
·
Þvo sér rækilega um hendur eftir gegningar
·
Ekki hleypa hestunum út
Það eru nokkur önnur atriði sem ég vil nefna hér sem varða
umgengni í hverfinu.
·
Óheimilt er að hundar gangi lausir á svæðinu
meðan að þetta ástand varir, þar sem þeir eru snuðrandi í skít, sem gæti verið
mengaður af smitefninu
·
Hafi hesthús sameiginlegt gerði með
sameiginlegri taðþró með hestum sem eru veikir er nauðsynlegt að gera
ráðstafanir til að hrossin komist ekki að þrónni, en mega að öðru leiti nýta
gerðið ef ekki er unnt að koma þeim annað
·
Gerðar verða ráðstafanir til að urða tað sem
kemur frá veiku hestunum þegar veikin er hjá liðin
·
Undirritaður leggur til að fólk fresti því að
taka hesta á hús meðan þetta ástand varir, en telur að útreiðar séu í lagi út
frá hverfinu
Greinilegt er að hér er um mjög harðvítugt smit að ræða.
Fljótlega vaknaði grunur um að um salmonellusmit væri að ræða og hefur sá
grunur styrkst jafnt og þétt í rannsóknarferlinu á Keldum. Allar ráðstafanir miðast
við að svo sé. Salmonella smitast nær
eingöngu um munn, en ekki um
öndunarfæri, þ.e. ekki er um loftborið smit að ræða. Því er nausynlegt að gæta
hreinlætis bæði persónulegs og innan hesthússins. Þar sem salmonella getur
einnig smitað fólk er mikilvægt að fylgja þessum leiðbeiningum og tilmælum
dýralækna sem sinna hestunum. Ekki er víst að uppruni sýkingarinnar verði
nokkurn tíma staðfestur, en hey, fóður og vatn hefur verið sent til rannsóknar.
Ekki er við því að búast að smitið dreifist um hesthúsahverfið. Hestar sem
veikjast af salmonellu hreinsa sig af sýklunum eftir ákveðinn tíma og munum við
með sýnatökum reyna að fylgjast með því.
Ég vona að það versta
sé yfirstaðið og þeir hestar sem nú eru veikir nái heilsu. Ég óska ykkur
gleðilegra jóla.
Gunnar Örn Guðmundsson
Héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarsvæðis
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 02 2008 11:50
-
Skrifað af Super User
Nú fer að líða að aðalfundi félagsins og þar með nýju starfsári. Það er margt gott og duglegt fólk sem drífur félagið áfram, en okkur vantar fleiri til að draga vagninn með okkur. Við auglýsum því eftir áhugasömum, duglegum og ósérhlífnum Harðarfélögum til ýmissa félags- nefndar- og stjórnarstarfa. Allt sem þarf að gera er að hafa samband við formann þeirrar nefndar sem þú hefur áhuga á að starfa í eða við Guðjon formann í síma 894 5101, eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með bestu kveðju, stjórnin.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 24 2008 12:11
-
Skrifað af Super User
Við óskum öllum Harðarfélögum og öðrum hestamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og hlökkum til ársins framundan með ykkur.
Stjórn og nefndir Hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 28 2008 16:36
-
Skrifað af Super User
Kæru
félagsmenn,
Reiðhallarnefndin,
í samráði við Aðalstjórn, hefur fundið sig knúna til að gera samkomulag við GT bygg
og stál um slit á verksamningi. Nefndin hefur staðið í ströngu í erfiðri
aðstöðu, bæði hvað varðar tafirnar sem orðið hafa á verkinu, en ekki síður því
sí versnandi umhverfi sem samfélagið hefur gengið í gegnum á síðastliðnu eina
og hálfa ári. Nú er unnið að því að loka samningi við annan verktaka um næsta
áfanga byggingarinnar sem er sjálf reiðskemman.
Það
var nánast sama reiðhallarnefnd og nú situr sem aflaði fjár til
reiðhallarbyggingarinnar og tók það nokkur ár þar sem ofurkapp var lagt á að
Hörður eignaðist reiðhöllina skuldlausa.
Í fyrstu leit fjármögnunin þannig út að áætlað var að reiðhöllin kostaði
140 millj.kr. og ætlaði ríkið að leggja fram helming þess fjár að því tilskildu
að bærinn legði fram það sama á móti.
Þegar við töldum okkur hafa handsalað þann samning við
Landbúnaðarráðherra og bæjarfélagið bárust þær fréttir að ákveðið hefði verið
að dreifa fjármununum víðar þannig að Hörður fengi aðeins 25 millj. frá
ráðuneytinu. Í framhaldi af því fórum
við til Mosfellsbæjar sem féllst á að hækka framlag sitt í 90 millj. Hörður yrði síðan að leggja fram það sem á
vantaði eða 25 millj. Í framhaldi af því var skrifað undir samning við
bæjarfélagið um fjármögnun til 6 ára, þannig að Hörður fær 15 millj. á ári,
vísitölutryggðar næstu 6 árin. Það var skilyrði frá bænum að við sæjum sjálf um
að fjármagna verkið, hvort sem við kysum að byggja nú þegar eða safna
peningunum og byggja síðar þegar sjóðurinn væri stærri og lántökuþörfin
minni. Við skynjuðum að þörfin fyrir
reiðhöll væri mikill og lögðum því til að farið yrði í bygginguna strax, enda
vextir lágir og nóg af lánsfé. Við
sömdum því við Glitni um fjármögnun framkvæmdanna.
Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að leggja til að verkið yrði boðið út í
heild, þ.e. að reistu húsi fullfrágengnu að utan. Þar með var
fullnaðarhönnun hússins innifalin í verkinu. Þetta var gert til að hafa
verkið allt á einni hendi og útiloka þar með að verktakinn kenndi ófullnægjandi
hönnun um tafir og aukaverk eins og oft vill verða. Venjulega gefst þessi
aðferð mjög vel og minkar verulega líkurnar á aukaverkum með tilheyrandi
aukakostnaði. Leitað var eftir tilboðum í reiðhöllina og var tilboð GT bygg og stál ehf.
langlægst eða 88 millj. kr. næsta tilboð fyrir ofan var 100 millj. kr. og önnur
mun hærri. í framhaldi af því var lagt
til á almennum félagsfundi sem sérstaklega var boðaður um málið að tilboði GT
yrði tekið, enda var það eina tilboðið sem raunhæft var innan þess
fjármagnsramma sem félagið hafði.
(Fundargerð félagsfundarins er hér aftast í fréttinni í fullri lengd.)
Allt fór þetta vel af stað og aðalverktakinn réði til sín arkitekt og
verkfræðing sem áttu að skila teikningum í águst 2007, en skila átti okkur
reiðhöllinni 1.des.2007. Arkitektinn skilaði fljótt og vel, þannig að
hægt var að grafa og gera burðarpúðann undir reiðhöllina sem tók tiltölulega
stuttan tíma, en verkfræðingurinn skilaði ekki teikningum þrátt fyrir að
aðalverktakinn legði á hann verulega pressu.
Nánar...