Hitaveitan

Kæri Hesthúseigandi að Varmárbökkum

 

Nú er verið að ljúka við að leggja hitaveitu í hesthúsahverfið að Varmárbökkum.  Hestamannafélagið og hesthúseigendafélagið voru í samskiptum við sveitafélagið varðandi þessa framkvæmd og er því hlutverki nú senn lokið og komið að því að einstakir hesthúseigendur tengi sig við hitaveituna þegar og á þann hátt sem þeim hentar.  Sveitafélagið hefur haft forgöngu um að láta gera ákveðna útfærslu af inntaki og mælagrind með það í huga að vatn sé ekki tekið inn í hesthúsin nema í gegnum varmaskipti til að lágmarka það vatn sem færi inn í húsin ef bilun verður í kerfinu.  Þannig er einnig lagt til að segulloki loki fyrir neysluvatnið þegar slökkt er á ljósum í hesthúsinu.  Þetta er ein leið, en fleiri leiðir eru til, t.d. gufuskynjari sem lokar fyrir allt vatn ef tengigrindin er innanhúss, enda sé rýmið sem tengigrindin er í aflokað að öllu leiti frá því rými sem hestar eru í.  Hestamannafélagið og hesthúseigendafélagið geta ekki haft afskipti af einstökum útfærslum í hverju hesthúsi, en bendum á bæjaryfirvöld sem munu leiðsinna mönnum og leiðbeina um hvað þarf að gera í hverju tilfelli fyrir sig til að fá inn heitt vatn.  Nú þegar eru til ákveðin leiðbeiningargögn hjá bænum sem hesthúseigendur eru hvattir til að kynna sér.

 

Með bestu kveðju

Guðjón Magnússon, formaður Hestamannafélagsins Harðar.

Ólöf Guðmundsdóttir, formaður Hesthúseigendafélagsins.