Reiðhallarsamningar frágengnir

Jæja, ágætu félagar.

Þá er loksins hægt að segja frá því að allir samningar um byggingu reiðhallarinnar fram að reystu húsi eru frá gengnir. Eins og flestir vita þá var stefnt að því að byggja límtréshús, en þetta ótrúlega umhverfi sem við lifum í þessa dagana varð til þess að þegar til átti að taka þá dugði það fjármagn sem við höfum til umráða ekki til. Ástæðan var sú að verktakinn sem reynt var að semja við vildi fá upphæðina í takt við byggingavísitöluna sem þýddi hækkun um á annan tug milljóna bara vegna þess.  Í framhaldi af því var gengið til samninga við Hýsi ehf sem er fyrirtæki hér í Mosfellbænum, en þeir gerðu okkur tilboð sem ekki var hægt að hafna í stálgrindarhús. Verðið var mjög lágt, útborgun nánast engin og restin greidd í einu lagi eftir að húsið er risið.  Engar verðbætur, engir vextir og upphæðin tryggð í Íslenskum Krónum í gegnum Landsbankann og því ekki háð gengissveiflum. Í framhaldi af þessu var svo skrifað undir fjármögnunarpakka hjá Glitni sem tryggir fjárstreymi til framkvæmdanna eftir þörfum.  Samningurinn gerir ráð fyrir að verktakinn skili höllinni þann 1.júní 2009.

Þó þetta sé í höfn þá verður ýmislegt ógert þegar höllin er risin og viljum við biðla til félagsmanna að koma með okkur og taka til hendinni þegar að því kemur.

Með kveðju, Byggingarnefnd og Stjórn Harðar