Fleiri hestar deyja úr veikinni
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Fimmtudagur, desember 25 2008 20:59
- Skrifað af Super User
Enn versnar ástandið, en nú eru 15 hestar farnir. Gunnar Héraðsdýralæknir heldur okkur upplýstum og sendi þennan tölvupóst rétt áðan;
Sæll Guðjón !Því miður er ástandið á eftirlifandi hestum ekki nógu gott, margir eru enn þá mikið veikir. Alls eru nú 15 hestar dauðir. Vonir, frá því í gær, um að ástand þeirra væri að batna hefur ekki ræst. Ég fór í dag til að aðstoða dýralæknana sem voru að störfum og leit á flesta af hestunum og virðast mér margir þeirra þurfa kröftuga meðferð næstu daga til að ná heilsu. Höfum við dýralæknarnir ákveðið eftirfarandi skipulag fyrir næsta sólarhringinn. Björn Steinbjörnsson mun huga að hestunum í kvöld 25. des. og aðstoða Ólöfu Loftsdóttur. Á morgun 26. des. verður skipulagi þannig háttað að hestunum að Teigi verður sinnt af Þórunni Þórarinsdóttur, en hestarnir niður í hverfi verður sinnt af Lísu Bjarnadóttur og Katrínu Harðasrdóttur í samráði við Ólöfu Loftsdóttur. Gerðar hafa verið ráðastafanir til að útvega næg lyf fyrir morgundaginn til meðferðar á þeim hestum sem þess þurfa. Meðferðin fellst fyrst og fremst í vökvameðferð, en við sýkingu sem þessa skerðist starfsemi þarmanna og leiðir það til þess að dýrin þorna upp þar sem eiturefni frá bakterínum valda niðurgangi og verkjum í kviðarholi, auk eitrunareinkennum í hestunum. Ég vil biðja alla eigendur hesta sem veikir eru að hafa samband við dýralæknana þannig að þeir geti aðstoða við lækningu sinna hesta, en seinlegt er að láta fleiri lítra af vökva renna í hestana. Allir skulu gæta fyllsta hreinlætis, þvo sér reglulega um hendur og setja öll hlífðarföt strax í þvott við heimkomu og sótthreinsa skótau.
með kveðju
Gunnar Örn