Salmonellu sýkingin

Enn hafa fleiri hross drepist og er búist við að enn muni 3 til 4 hross fara. Þau hross sem eftir eru, um 15 talsins eru taldir hafa góðar batalíkur.  Stefnt er að því að flytja þau hross sem enn eru á lífi burt úr hesthúsahverfinu á þriðjudaginn kemur.  Ég óskaði eftir því að því verði hraðað enn meir, en litlar líkur eru til þess að svo verði.  Héraðsdýralæknir er í samráði við tæknideild Mosfellsbæjar að semja við verktaka um jarðvegsskipti í gerðum, förgun á skít og sótthreinsun húsa og umhverfis. Salmonella getur lifað í nokkur ár íjarðvegi og skít og mér skilst að þessi tegund sé sérlega skæð bæði hestum og mönnum.  Það er því brínt að allir fari eftir fyrirmælum dýralækna um þrifnað og sóttvarnir.  Þó salmonellan sé smitandi ber þó að hafa í huga að hún smitast aðeins um munn.  Þannig hafa heilbrigðir hestar sem staðið hafa í stíum við hlið sýktra hesta ekki smitast. Það er mjög áríðandi að ástandið komist sem fyrst í eðlilegt horf.  Víð bíðum eftir áliti Héraðsdýralæknis um það hvenær óhætt er að taka hesta á hús með tryggum hætti, en ég vona að það verði fyrir gamlárskvöld þar sem margir eru með hesta í girðingum nálægt bænum og geta þeir fælst illilega við flugeldana.

Kveðja, Guðjón