Hóstinn, hvað gerum við um helgina
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Fimmtudagur, maí 06 2010 13:35
- Skrifað af Super User
Kæru félagar
Nú er að koma helgi og eru tveir viðburðir á vegum hestamannafélagsins, fjárborgarreiðin á laugardag og kirkjureiðin á sunnudag. Og þá er spurningin, í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna veikinnar, hvort við eigum að hætta við þessa viðburði.
Í tilefni af þessu átti ég samtal við Gunnar héraðsdýralækninn okkar og var niðurstaðan úr því samtali að hætta ekki við viðburðina að öllu óbreyttu, en brýna fyrir fólki að fara ekki á hestum sem sýna minnstu einkenni veikinnar, þ.e. hor eða merki um hortauma í nös, hósti, slappleiki, hiti eða einkenni um vanlíðan í reið. Hestar hafa mælst með hita þó önnur einkenni sjáist ekki, en auðvelt er að mæla hesta, hitastigið á að vera milli 37 og 38 gr, eða svipað og í okkur mannfólkinu.