Fræðslukvöld og námskeið á Hvanneyri
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Sunnudagur, febrúar 21 2010 00:24
- Skrifað af Super User
Aukin þekking er alltaf af hinu góða og það sem meira er, aukin þekking gerir okkur betri í því sem við eru góð í. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir fræðslukvöld um litaerfðir hrossa og hins vegar námskeið um hross í hollri vist. Yfirlit annarra námskeiða má finna á heimasíðunni www.lbhi.is/namskeid.
Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim
Á fræðslukvöldinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.
Kennari: Guðni Þorvaldsson, sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Stund og staður: Mán. 8. mars Kl. 19:30-22:00 í matsal, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Verð: 1500 kr. Greitt á staðnum, ekki er tekið við kortum. Mikilvægt er að skrá sig fyrirfram! Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000.
Námskeið: Hross í hollri vist
Námskeiðið er í boði fyrir hestamannafélög, hestamenn og annað áhugafólk um hesthúsbyggingar.
Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir skynjun og atferli hrossa með sérstaka áherslu á það hvernig hross skynja umhverfið í hesthúsi. Fjallað um mikilvægi réttrar hönnunar loftræstingar og skoðuð nokkur dæmi. Þá verður farið yfir með hvaða hætti hanna á og ganga frá gólfum í hesthúsum og jafnframt rætt um kosti og galla mismunandi undirburðar. Þá verður drjúgum tíma varið til þess að ræða um aðbúnað hrossa og annarrar aðstöðu í hesthúsinu, sem og í útigerði. Að síðustu verður kynning á hönnun lausagönguhesthúsa.
Umsjón og kennsla: Sigtryggur Veigar Herbertsson og Snorri Sigurðsson, sérfræðingar hjá LbhÍ.
Stund og staður: lau. 13. mars kl 9:30-17:00 (9 kennslustundir) í Ásgarði á Hvanneyri.
Verð: 14.500 kr (kennsla, gögn og veitingar).
Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000
(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Minnum á stéttarfélags- og starfsmenntasjóði.