"Hóstinn"
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 27 2010 08:10
- Skrifað af Super User
"Hóstinn" hefur nú náð til okkar Harðarmanna og dreyfist hann hratt út á milli hesthúsa. Í gær var formannafundur hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu og var málið rætt þar. Ákveðið var að fá dýralækni til að skrifa greinargerð og ráðleggingar um meðferð sýktu dýranna sem birt verður hér á heimasíðunni um leið og hún er tilbúin. Fákur hefur forgöngu um þetta.
Fyrstu einkenni um sýkingu er nefrennsli, ekki endilega mikið, en það sést þó greinilega. Dýrin byrja sem sem sagt ekki endilega að hósta þó þau séu sýkt, það kemur seinna. Þangað til annað er vitað er okkur ráðlagt að gefa hestunum frí og breiða ábreiður yfir þá. Veikin legst misjafnlega á hrossin, en stendur allt frá viku upp í mánuð. Ég hef heyrt að í stóra hesthúsinu á Hólum sé nánast hvert einasta dýr veikt, (og próf eftir hálfan mánuð). Þetta er byrjað í öllum hesthúsahverfum hér á höfuðborgarsvæðinu í einhverjum mæli.