Smitandi hósti í hrossum dregur dilk á eftir
sér
Smitandi
hósti breiðist áfram út meðal hrossa sem haldin eru á húsi víða um
land. Enn hefur ekki fundist hvað veldur en allt bendir til
að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þétt skipuðum hesthúsum.
Í kuldatíð undanfarinna vikna hefur reynst
erfitt að halda góðu lofti í húsunum án þess að slái að hrossum sem
gengin eru úr hárum og má reikna með að
það hafi haft sitt að segja. Búið er að útiloka allar alvarlegustu
veirusýkingarnar sem þekktar eru og leggjast á öndunarfæri hrossa
s.s. hestainflúensu, smitandi háls og lungnakvef/ fósturlát (herpes týpa
1) og Rhino-kvef. Unnið er áfram að greiningu bæði á
Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar.