Aðstaða félagsmanna í reiðhöllinni í vetur

Gengið hefur verið frá samningum við nýja eigendur reiðhallarinnar sem nú heitir Hestamiðstöðin Hestasýn(áður Hindisvík). Þeir félagsmenn Harðar sem hafa greitt félagsgjöldin hafa aðgang að höllinni frá 2.janúar 2007 til 30.maí 2007, en hún verður opin fyrir félagsmenn frá kl. 18.00 til 23.00 á virkum dögum og frá 14.00 til 20.00 um helgar. Reiðnámskeið barna, unglinga og ungmenna hafa þó forgang, sem og reiðnámskeið á vegum félagsins. Félagsmönnum er heimilt að vera með reiðkennara með sér í höllinni í einkatímum, en að öðru leiti er reiðkennsla í höllinni óheimil án skriflegs samþykkis fræðslunefndar félagsins. Við minnum á umferðarreglur í reiðhöll sem eru á link hér til vinstri.