- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 15 2008 10:52
-
Skrifað af Super User
Stjórnarmenn Harðar, hesthúseigendafélag og reiðveganefnd voru kölluð til kynningarfundar hjá Mosfellsbæ þar sem farið var yfir tillögur að svokölluðum Tunguvegi sem tengja á Leirvogstunguhverfið við innra vegakerfi Mosfellsbæjar. Árið 2005 var haldinn kynningarfundur með Herði og fyrirhugað vegstæði kynnt. Þá voru verulegir ágallar á fyrirkomulagi reiðleiða til og frá hverfinu. Þáverandi stjórn og reiðveganefnd óskuðu eftir að það yrði lagfært. Á þeim tillögum sem þarna voru kynntar var búið að koma til móts við allar þær athugasemdir sem félagið gerði á sínum tíma. Hér fyrir neðan er linkur inn á mos.is þar sem hægt er að skoða kynninguna og sjá hvernig reiðleiðir verða til og frá hesthúsahverfinu ef Tunguvegur verður að veruleika.
Linkurinn sem var gefinn hér vísaði ekki í nýustu tillögurnar, nýr linkur verður settur inn um leið og hann er tilbúinn af hálfu Mosfellsbæjar