Afreks- og styrktarsjóður, úthlutun styrkja
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Fimmtudagur, júní 19 2008 14:00
- Skrifað af Super User
Mosfellsbær og Hörður hafa sett upp styrktarsjóð með það að markmiði að styrkja afreksfólk í hestaíþróttinni til enn frekari dáða. Sjóðurinn heitir Afreks- og styrktarsjóður Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar. Stjórn sjóðsins skipa Guðjón Magnússon formaður Harðar, Guðný Ývarsdóttir gjaldkeri Harðar og Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar. Í ár höfum við ákveðið að veita eftirtalda styrki.
1. Ferðastyrkur til knapa sem fer á Youth Camp, kr. 50.000.-
2. Þjálfunarstyrkur til þess Harðar knapa sem nær lengst í gæðingakeppni á Landsmóti 2008, allir aldurshópar eru með. kr. 100.000.- Ef tveir eða fleiri knapar ná jafn langt í mismunandi aldurshópum verður styrknum skipt jafnt á milli þeirra.
3. Þjálfunarstyrkur til þess Harðarknapa sem nær lengst í hringvallargreinum á Íslandsmóti 2008, allir aldurshópar eru með. kr. 100.000.- Ef tveir eða fleiri knapar ná jafn langt í mismunandi aldurshópum verður styrknum skipt jafnt á milli þeirra.
Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar.