Árangur Harðar á Íslandsmóti
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 26 2008 16:00
- Skrifað af Super User
Við stóðum okkur vel á Íslandsmótinu, en þar varð Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna sem er frábær árangur og óskum við henni til hamingju með það. Arnar Logi Lúthersson varð í 8 sæti í unglingaflokki fjórgangi á Frama frá Víðidalstungu II með einkunnina 6,3 Í meistaraflokki tölti varð Halldór Guðjónsson í 3. Sæti á Nátthrafn frá Dallandi með einkunnina 8,00 Í meistaraflokki fimmgangi varð Reynir Örn Pálmason í 4. Sæti á Baldvin frá Stangarholti með einkunnina 7,02 Í töltkeppni T2 (slaktaumatölt) varð Reynir Örn Pálmason í 1. Sæti á Baldvin frá Stangarholti með einkunnina 7,38. Reynir Örn var einnig samanlagður sigurvegari í meistaraflokki