Vígsluhátíð reiðhallar Harðar
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, nóvember 23 2009 11:30
- Skrifað af Super User
Kæru félagsmenn og aðrir hátíðargestir sem fögnuðu með okkur á vígsluhátíð reiðhallarinnar. Þetta var mikil gleði stund sem mun sitja lengi í hugum okkar allra. Ég við þakka öllum þeim fjölmörgu gestum sem mættu til veislu og þeim sem komu að vinnu við hátíðina, undirbúning, skipulag, matseld og öðru, allt auðvita sjálfboðaliðar.
Einnig vil ég þakka þann hlýhug sem fylgdi blómum og gjöfum ýmiskonar frá hestamannafélögunum hér í kringum okkur og öðrum velunnurm félagsins.
Blómvendirnir prýddu hér reiðhöllina á meðan á hátíðinni stóð og voru síðan fluttir upp á elliheimili þar sem þeir gleðja eldri borgara samfélagsins áfram. Einnig fórum við með þann veislumat sem afgangs var upp á elliheimili.
Töluvert safnaðist í baukinn fyrir Barnaspítala hringsins og þökkum við þeim sem þar stungu að aur.
Nú eigum við reiðhöll, en það er ekki til neins nema hún sé notuð og vona ég að bæði nefndir félagsins og sem flestir félagsmenn nýti sér þá möguleika sem hún bíður upp á.
Mér skils að nýja hljóðkerfið í reiðhöllinni hafi ekki verið rétt stillt og að erfitt hafi verið að heyra það sem sagt var úr ræðupúltinu. Ég setti því ræðuna inn hér að neðan fyrir þá sem vilja lesa hana.
Kveðja, Guðjón formaður