- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 16 2011 13:25
-
Skrifað af Super User
Í tengslum við Dag
umhverfisins 2011, sem að þessu sinni er tileinkaður skógum, var á þriðjudag
skrifað undir samning milli Mosfellsbæjar annars vegar og Skógræktarfélags
Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar hins vegar, um skógrækt og
uppgræðslu á Langahrygg í Mosfellsdal. Ástand svæðisins, sem er um
300 hektarar að stærð, hefur verið fremur báglegt með tilliti til gróðurs og
örfoka melar áberandi. Markmiðið með
þessari samvinnu er
að breyta örfoka landi í gróðurríkt svæði þar sem fara
saman möguleikar til hrossabeitar, skógræktar og útivistar. Um leið mun aukinn gróður mynda skjól og
stuðla að minni vindstreng á þessu svæði. Skógræktarfélagi
Mosfellsbæjar er skv. samningnum úthlutað afmarkað svæði til skógræktar og
gróðursetningar og hestamannafélaginu er falið umsjón með uppgræðslu á
afmörkuðu svæði með hrossataði, með það að markmiði að græða upp landið og
skapa beitarland, enda um góðan áburð að ræða. Aðilar
eru einhuga um að með sameiginlegu átaki megi lagfæra örfoka og illa farið land
og breyta því í svæði þar sem saman getur farið fallegur gróður og skóglendi,
reiðstígar og beitarhólf, sem muni nýtast bæjarbúum til framtíðar.