Hin árlega þrettándabrenna

Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður í kvöld. Vakin er athygli á því að brennan er óvenju snemma í ár eða kl. 18.00. Gott er að hafa ljós í hesthúsunum og kveikt á einhverri rokkstöðinni í útvarpinu á meðan á flugeldasýningunni stendur.

Þorrablót Harðar 2012

Þorrablót Harðar 2012Kæru félagsmenn.

Nú líður hratt að Þorra. Við viljum taka forskot á sæluna og halda félagsþorrablótið þann 14 jan. kl 18:00 í Harðarbóli. Blótið verður með sama sniði og í fyrra, matur frá Múlakaffi og miðinn kostar 3500 kr á manninn.

Guðjón og Hákon munu halda upp stuðinu frameftir kvöldi með sinni alkunnu snilld. Það er ekkert betra en að enda góðan reiðtúr á góðum degi en í góðum félagskap í félagsheimilinu okkar.

Þeir sem ætla að mæta verða að skrá sig hjá Rögnu Rós í síma 866-3961 eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. fyrir miðvikudaginn 11 jan.

Áramótareið Harðar

Hin árlega áramótareið Harðar verður á gamlársdag milli klukkan 12.00 og 15.00 í Varmadal. Veitingar eru að venju í boði Harðar til klukkan 15.00. Því mælum við með að fólk verði komið í Varmadal milli 12 og 12.30. 

Í leiðinni viljum við þakka Nonna og Haddý fyrir að sýna okkur alltaf frábærar móttökur á þessum síðasta degi árs. 

Stjórnin

Val á íþróttamanni Harðar

Nú stendur yfir val á íþróttamanni Harðar 2011. Þeir sem hafa verið að keppa mikið á árinu vinsamlegast sendið upplýsingar um árangur fyrir mánudaginn 12.desember nk. til Reynis Pálma This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Íþróttamaður Harðar er útnefndur á árshátíð félagsins en sá sem valinn er íþróttamaður Harðar á möguleika á að vera í vali fyrir íþróttamann Mosfellsbæjar.

Hestaumferð í þéttbýli

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar barst ábending um þrjár unglingsstúlkur sem riðu upp Háholtið og beygðu inn Þverholtið framhjá KFC, bæði hnakk- og hjálmlausar og fóru svo yfir Vesturlandsveginn, upp á umferðareyju og þaðan inn á Reykjaveg. Daginn eftir sást aftur til stúlknanna á ferð um Víðiteiginn.

Stjórn Harðar harmar mjög að slíkt skuli gerast. Bæði er þessi athöfn stórhættuleg fyrir umræddar stúlkur sem og aðra vegfarendur og hestana sjálfa. Í Mosfellsbæ eru margar góðar reiðleiðir sem á að nota. Það er með öllu bannað að ríða eða reka hesta um götur eða göngustíga í þéttbýli bæjarins. Í þessu sambandi viljum við biðja foreldra að ræða við börn og ungmenni sín um hvað má og hvað má ekki.

Nánar...

Aðalfundur Harðar

 Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar verður haldinn í Harðarbóli 24. nóvember 2011 kl. 20:00

Efni fundarins: 

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Tillaga að lagabreytingu
  • Önnur mál
Lagt er fyrir breyting á 6. grein laga hestamannafélagsins:

Nánar...

Innbrot í hesthúsahverfið

Aðfararnótt mánudags var brotist inn í tvö hesthús sem vitað er um í hverfinu okkar og þaðan stolið hnökkum og öðrum reiðtygum. Því viljum við benda fólki á, að athuga húsin sín og fylgjast vel með þeim. 

Stjórnin

Félagsheimilið í yfirhalningu

hardabol1Nú er langt komin vinna við yfirhalningu á félagsheimili okkar Harðarmanna, Harðarbóli. Ragna Rós hefur stjórnað verkinu með mikilli prýði. Búið er að slípa og lakka gólf, mála veggi, rífa niður gamlar hillur og setja upp nýjar, setja upp ljós, skipa út klósettum og fleira. Nú er beðið eftir að fá "skrautið" af barnum (fyrrum bláu bæturnar framan á barnum) úr sprautun. Hér sjá okkrar myndir af verkinu.

Nánar...

Landsmót 2011

Nú er komið að því, fyrsta landsmót í 3 ár.  Við hvetjum alla Harðarfélaga unga sem aldna að mæta á landsmót að Vindheimamelum í Skafafirði. Þetta verður stærsta landsmót sem haldið hefur verið hvað varðar fjölda skráðra hrossa og í ljósi þess að Landsmót frestaðist um ár vegna hóstans, þá búast menn við að sjá þarna gæðinga sem aldrey fyrr. Hörður verður með yfir 30 hesta í keppni.  Við verðum með tjaldbúðir á afmörkuðu félagssvæði sem er sérstaklega vaktað og ætlast er til að ró sé komin á um miðnætti og bílaumferð óheimil eftir kl. 10.00 á kvöldin.  Þarna verður fjölskylduvæn stemning eins og var á sama stað á Landsmótinu árið 2006.    MÆTUM ÖLL OG HVETJUM OKKAR HESTA OG KNAPA