Nýr starfsmaður hjá Herði
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, maí 30 2011 15:02
- Skrifað af Super User
Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi að ráða starfsmann stjórnar, en það er löngu orðið tímabært. Starfið nær yfir breitt verksvið, daglegan rekstur reiðhallarinnar og félagsheimilis, innheimtur, bókhald, umsjón með félagatali, umsjón með losunarsvæði Harðar, þjónustu við nefndir félagsins o.fl.o.fl. Ákveðið var að ráða Rögnu Rósu Bjarkadóttur í starfið. Síminn hjá henni er 8663961 og netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Guðmundur Björgvinsson og kvennadeildin munu áfram sjá um félagsatburði í Harðarbóli sem fyrr, Rósa sér áfram um útleiguna og ræstingu og allar nefndir félagsins halda óbreyttu striki en geta kallað Rögnu Rós til aðstoðar þegar þörf er á.
Ragna Rós er rekstrarstjóri félagsins og starfar beint fyrir aðalstjórn. Við vonum að þetta eigi eftir að skila sér í enn betra utanumhaldi um félagsstarfið og er hugsað sem hrein viðbót við það sem fyrir er, því að sjálfsögðu höldum við stjórnar- og nefndarmenn áfram að vinna fyrir félagið af sama krafti og áður.
Við bjóðum Rögnu Rós velkomna til starfa.
Kveðja Guðjón formaður