- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, október 05 2012 11:45
-
Skrifað af Super User
Polo deild Harðar hélt fræðslufund í gær og mættu um 10 áhugasamir félagar. Dísa Anderiman, sem nýkomin er frá Mongólíu, þar sem hún kynnti sér íþróttina stýrði fundinum og sýndi kynningarmynd. Hún hafði einnig með sér kylfur sem menn æfðu tökin og sveiflurnar á. Fastar vikulegar æfingar verða í reiðhöllinni í vetur og er unnið í því að fá erlendan kennara til landsins til að þjálfa upp kjarna sem síðan getur kennt öðrum. Undirbúningur er hafinn við að koma upp þartilgerðum tréhestum sem byrjað er að æfa á, áður en sveiflurnar eru færðar yfir á Skjóna og Blesa. Þeir sem hafa áhuga á að læra að spila Polo er bent á að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.