Sigurður Teitsson fær starfsmerki UMSK
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Föstudagur, febrúar 10 2012 17:14
- Skrifað af Super User
88. ársþing UMSK var haldið í gærkvöldi í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Um áttatíu þingfulltrúar sátu þingið frá nítján aðildarfélögum. Að venju voru afhendar viðurkenningar en Sigurður Teitsson (Siggi Teits) var afhent starfsmerki UMSK sem er viðurkenning fyrir góð störf fyrir sambandið eða aðildarfélögin.
Sigurður H. Teitsson hefur setið í aðalstjórn Harðar í fjölda ára, en auk þess að sitja í byggingarnefnd reiðhallarinnar var hann formaður fjáröflunarnefndar Harðar. Sigurður hefur unnið af einurð að þeim málefnum sem hann hefur komið að, traustur félagi sem aldrei bregst. Hann hefur komið árlegri fjáröflun félagsins frá styrktaraðilum í fast horf og stuðlað þar með að öruggum rekstrargrunni félagsins. Hann stóð þétt við hlið formanns þegar miklir erfiðleikar og tafir steðjuðu að reiðhallarbyggingunni og margir aðrir brugðust, og var hornsteinninn í því að leiða það mál farsællega til enda í miðju hruni samfélagsins. Eftir stendur að eiginfjárstaða Harðar er ein sú sterkasta meðal íslenskra íþróttafélaga.
Sigurður er góður, gegnheill maður sem skilið hefur eftir sig farsæl spor í hestaíþróttinni.
Til hamingu Siggi okkar með þennan virðingarvott og takk fyrir samvinnuna og ómælda vinnu þína í þágu okkar allra.
Reglugerð um heiðursveitingar UMSK
Frétt um ársþingið