Enn um lausa hunda
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 15 2012 14:55
- Skrifað af Super User
Kæru hundaeigendur, ég vil enn og aftur minna ykkur á að bannað er að vera með lausa hunda á Harðarsvæðinu og reiðvegunum (sem og öðrum stöðum í Mosfellsbæ). Hundaeftirlitið fylgist vel með hverfinu og reiðvegunum vegna þeirra tíðu óhappa og slysa sem hundar hafa valdið reiðmönnum og tóku tvo lausa hunda í síðustu viku. Eigendur þeirra þurftu svo að leysa þá út, en það kostar 23.500.-á hund. Fyrir utan peningaútgjöldin þá getur ykkur ekki liðið vel með að leggja félaga ykkar í hættu, vitandi það að hundar hafa valdið alvarlegum slysum á reiðmönnum hér á svæðinu.