- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 06 2012 10:35
-
Skrifað af Super User
Nú fer að líða að Landsmóti sem er í Reykjavík að þessu sinni eins og allir vita. Landsmót ehf, þar sem ég sit í stjórn, kom á þeirri stefnu að fá hestamannafélögin aftur að Landsmótunum með virkum hætti. Við gerðum það þannig að öll léttari störf á svæðinu eru unnin í sjálfboðavinnu af félögum í hestamannafélögunum. Félag viðkomandi starfsmanns fær svo greiddar 1.500.- krónur fyrir hverja unna vinnustund. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er tvíþættur, annars vegar að færa Landsmótið nær hestamannafélögunum og gefa félagsmönnum innsýn í framkvæmd mótanna, hins vegar að færa fjármuni frá Landsmótunum inn í félögin þar sem þau nýtast til góðra hluta í félagslífinu. Þetta fyrirkomulag var
fyrst notað fyrir norðan á síðasta ári og gafst mjög
vel. Félögin fyrir norðan voru duglegust, en fast í hæla þeim kom Hörður
sem átti lang flesta tíma félaga af sunnanverðu landinu. Við ætlum
okkur að sjálfsögðu að gera enn betur í ár og hvetjum sem flesta til að
skrá sig til vinnu, annað hvort hjá Rögnu Rós sem er að skipuleggja
þetta með starfsmönnum Landsmóts eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þetta
er tilvalið tækifæri til að kynnast innviðum Landsmótsins og safna í
sjóði Harðar í leiðinni. Ef 30 félagar skrá sig og vinna einn dag hver
þá gera það 360 þúsund til félagsins. Við Anna tókum einn dag í fyrra
og skemmtum okkur konunglega, ég í gulu vesti á verði í brekkunni og Anna í því ábyrgðarmikla hlutverki að kveikja og slökkva á veltiskiltunum við brautina.
Helstu
störf á vöktunum vöktum eru eftirfarandi:
Hliðvarsla, Aðstoð
við fótaskoðun, Innkomustjórnun, Upplýsingamiðstöð, Aðstoð
á skrifstofu, Ýmis
störf á svæði og aukavaktir
Starfsmenn
vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.
Starfsmenn
hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan
aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt
stendur.
Sjáumst á Landsmóti, kveðja Guðjón formaður