Fánareið á landsmóti
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Föstudagur, júní 22 2012 19:23
- Skrifað af Super User
Þá er komið að því að skipuleggja fánareið okkar Harðarmanna við setningarathöfn landsmótsins sem verður fimmtudagskvöldið 28. júní.
Fyrirkomulagið á að vera þannig að fremst fer einn fánaberi, síðan koma fimm knapar samhliða, síðan aðrir fimm og þannig koll af kolli. Sá fjöldi sem getur tekið þátt í fánareiðinni á því að vera 6, 11,16 eða 21 o.s.frv. eftir því hvað við náum í mörg fimm manna holl. Þeir sem taka þátt í reiðinni þurfa að vera á meðfærilegum hestum og klæðast félagsbúningi Harðar, hvítum reiðbuxum, hvítri skyrtu og grænum jakka.
Þeir sem hafa áhuga á og geta verið með vinsamlegast sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.