🐴Kynbótaárið 2025 og hvað er framundan 2026 🐴

Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur, verður með fyrirlestur hjá hestamannafélaginu Herði og fer yfir liðið sýningarár kynbótahrossa,  og það sem er á döfinni á komandi ári.

Hvar: Harðarból, félagsheimili Harðar, Varmárbakka

Hvenær: Fimmtudagurinn 29. janúar klukkan 20:00

 

Kaffi og léttar veitingar verða í boði, svo við hvetjum alla til að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast!

Ekki láta þetta framhjá þér fara – allir hestamenn og áhugasamir um hrossarækt eru hjartanlega velkomnir. Deilið endilega til þeirra sem gætu haft áhuga! 🐴

 

Einnig verður tekið við skráningum á staðnum í fyrirhugaða kynbótaferð laugardaginn 28. febrúar næskomandi :-)))

 

🌟 Sjáumst í Harðarbóli! 🌟