Hlégarðsreið á morgun
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, maí 03 2024 17:13
- Skrifað af Sonja
Á morgun laugardaginn 4. maí munum við taka á móti nágrönnum okkar í Fáki sem koma ríðandi til okkar að venju, Hlégarðsreið að gömlum sið.
Lagt verður af stað til móts við þau frá naflanum klukkan 13.00 og væntanlega mætum við hópnum í Óskoti. Matarmikil súpa og meðlæti í reiðhöllinni eftir reiðtúr, kostar 1500 kr á mann.
Höldum í þessa skemmtilegu hefð og fjölmennum að taka á móti Fáksfólki!