Stækkun golfvallar, fundarboð!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, október 21 2024 20:06
- Skrifað af Sonja
Harðarfélagar eru boðnir velkomnir á kynningarfund í Harðarbóli þann 31.október klukkan 16.30
Skipulag íþróttasvæðis við austurhluta Hlíðavallar
Mosfellsbær auglýsir til kynningar og umsagnar verk- og skipulagslýsingu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið við Hlíðavöll.
Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins. Þar með talið tilgang, ástæður, áætlun, áhrif, markmið, áform og fyrirhugaða tímalínu ferlis. Skipulagslýsing er fyrsta skref í opnu samráði og mikilvæg upplýsingagjöf. Í verk- og skipulagslýsingu er ekki að finna uppdrætti, tillögur eða útfærslur breytinga eða nýtt skipulag. Slíkt verður kynnt með áberandi hætti á síðari stigum.
Markmið aðal- og deiliskipulags Hlíðavallar er að bæta öryggi iðkenda svæðisins og íbúa sem fara um eða búa í nálægð við golfvöllinn. Endurhanna á brautir og högglínur svo öryggi gangandi, hlaupandi, hjólandi og ríðandi verði betur tryggt. Með breytingu er stefnt að því að stækka íþróttasvæðið til austurs við strandlengjuna svo færa megi brautir og þrengja völlinn.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta, fyrirhuguð stækkun vallarins snertir okkur verulega og mikilvægt að við séum upplýst um málið og framvindu þess.