FÁKSREIÐIN

Næsta laugardag 29. apríl er FÁKSREIÐIN samkvæmt dagskrá. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00 

Fáksmenn taka á móti okkur við Guðmundarstofu með kjötsúpu og gleði eins og þeim einum er lagið.

Þessi reið er frábær hefð og við fjölmennum auðvitað í hana, veðurspáin fyrir laugardaginn er feikna góð!  Fáksfélagar munu ríða til móts við okkur að venju.

Hlökkum til!

Stjórnin.

278760020_7313113485396463_3647737923869425050_n.jpg

 

 

Firmakeppni Harðar

Nú er komið að hinni árlegu firmakeppni Harðar sem fer fram á fimmtudaginn 20.apríl, sumardaginn fyrsta og verður haldin í framhaldinu af árlega hreinsunardeginum okkar.

Eftirfarandi flokkar verða í boði:
- Pollaflokkur
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3.flokkur
- 2.flokkur
- 1.flokkur
- Heldri menn og konur (60+)

Polla og barnaflokkarnir verða riðnir á hringvellinum en aðrir flokkar á skeiðbrautinni. Formið er með hefðbundnum hætti, hægt tölt að höll og yfirferðargangur til baka frá reiðhöllinni.

Alls verða riðnar 4 ferðir (tvær að höll og tvær frá).

Skráning fer fram í reiðhöllinni á milli 12-13, og mótið hefst svo klukkan 14:00.

Þátttaka er frí, þökk sé okkar góðu styrktaraðilum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll á fimmtudaginn.

firmakeppni.jpg

 

Hreinsunardagur Harðar og firmakeppni sumardaginn fyrsta.

Þá er komið að því að hreinsa hverfið okkar, reiðgöturnar og nær umhverfið eins og við gerum hvert vor.

Við byrjum við reiðhöllina kl 9.30 næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.

Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, og plastpokum til að setja ruslið í. Það er nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt, ungir sem aldnir. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar og þeir sem eiga léttar kerrur mega gjarnan hafa þær með. Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann losum við ruslið.

Um klukkan 12 verður boðið upp á grillaða hamborðara og pylsur við reiðhöllina.

Eftir hádegi sama dag verður Firmakeppni Harðar, nánar auglýst síðar.

Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar íþróttasvæði. Því fleiri sem leggja hönd á plóg því betra 😊

Mætið endilega tímanlega, eigum skemmtilegan dag saman!

Stjórnin

Skriftstofa Harðar lokuð 02.-13.apríl 2022

Kæru félagar


Ég verð í frí frá því 02.4. og kem aftur 13.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Skriftstofa er opið á föstudaginn 14.4.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig núna sem fyrst eða fram að helgina  

Ef það kemur eitthvað áríðandi upp má heyra í Margréti formaðurinn í síma 8247059 einnig mætti senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Takk og kæra kveðjur
Sonja Noack
Starfsmaður og Yfirreiðkennari Harðar

Fyrsti kvennareiðtúr

Sælar Harðarkonur
Nú er kvennanefndin komin á skrið. Fyrsti kvennareiðtúrinn verður miðvikudaginn 29. mars mæting í Naflann kl 18. Farinn verður stuttur hringur. Eftir reiðtúr verður frönsk lauksúpa í reiðhöllinni 1000 kr á mann bara seðlar vinsamlega commentið ef þið eruð í mat. Fylgist vel með hér á síðunni verða fleiri viðburðir auglýstir. Hlökkum til að sjá ykkur🤠
Kveðja ótemjurnar
 
336472547_102214739494093_6456590968745970879_n.jpg
 

Beitarhólf sumarið 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.

Athugið að vegna verulegrar hækkunar á áburðarverði bæði í fyrra og núna hefur verið ákveðið að hækka beitargjald um 1500 á hest.

Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“


Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur vandlega úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf


Umsóknir verða að berast fyrir 16. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.


Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.  


Umsóknarform má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit

Árshátíðarnefnd

Kæru félagsmenn, við í fráfarandi árshátíðarnefnd viljum þakka félagsmönnum fyrir frábæra árshátíð. Okkur langar að við halda áralangri hefð að skipa fólk í nýja nefnd. Og hér með tilkynnist nýja Árshátíðarnefnd Harðar 2024

Gunnar Valson
Hákon Hákonarson
Hinrik Gylfason
Halldór Marías Ásgeirsson
Viktor Viktorson

Kveðja Rakel og Ragnheiður

Harðarhúfur – Derhúfur – Buff - komnar í sölu.

 

Loksins eru vinsælu húfurnar með Harðarmerkinu komnar aftur í sölu. Þær seldust upp í fyrra en verða nú í sölu í Harðarbóli á Vetrarmótinu, laugardaginn, 18.mars og einnig í næstu viku:

Þriðjudaginn, 21.mars – frá 17-18 í reiðhöllinni

Fimmtudaginn, 23.mars frá 17-18 í reiðhöllinni.

Húfur verð: 2000.- stk

Buff (hálsklútur): 1000.- stk

Sett með prjónahúfu, derhúfu og buffi: 4000.-kr.

334931979_1208731089782127_8987142921833888185_n.jpg

335428914_479489227602988_7399297506866122842_n.jpg

335593971_907884680464084_8134157142324500069_n.jpg

 

 

 

 

Gæðingalist Meistaradeildar æskunnar

Keppni í gæðingalist Meistaradeildar æskunnar verður haldin í Herði sunnudaginn 26.3. Mjög spennandi að fá þetta flotta mót hingað í höllina okkar.
Hvert lið fær 1 klukkutíma aðgang í alla höllina (höllin lokuð á meðan) til æfinga fyrir mótið.
Nú erum við byrjuð að bóka inn þessa tíma (10 klukkutímar alls) og því biðjum við alla að skoða vel dagatal reiðhallirnar á hordur.is Fjólublái liturinn stendur fyrir að höllinn sé alveg lokuð.
Takk fyrir skilninginn og eigið góðan dag!