Helgarnámskeið með Fríðu Hansen 11.-12. febrúar

Reiðkennarinn Fríða Hansen verður með helgarnámskeið í reiðhöllinni í Herði helgina 11.-12. febrúar. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Fríða er reynslumikill reiðkennari og þjálfari og hefur kennt mikið bæði hér heima og erlendis með góðum árangri.
 
Á námskeiðinu hjálpar hún knöpum af stað með vetrarþjálfunina og markmiðssetningu fyrir komandi tímabil. Kennt verður í 40 mínútna einkatímum báða dagana.
Þátttakendur mega horfa á alla tímana og eru hvattir til þess.
 
Lágmark 7 nemendur
Verð kr. 25.000kr
Skráning opnar kl 12:00 í dag, miðvikudag 25jan
 
frida.jpg+

Fisk-Mos mótið - Grímutölt

Fyrsta vetrarmót vetrarins er styrkt af Fiskbúðinni í Mosfellsbæ. Mótið verðir haldið þann 28. janúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul.
Mótið verður grímutölt og hlakkar okkur til að sjá hvað þið dragið uppúr hattinum!
Skráning fer fram á sportfeng.

Mótið byrjar kl 13:00

326898422_604422004829341_2245510346590303638_n.jpg

 

Varðandi reiðhöllina

Á miðvikudögum klukkan 16-17 og sunnudögum klukkan 17-18 verða ungir afreksknapar Harðar með sérstaka tíma til að æfa sig fyrir keppni.  Reiðvöllurinn er allur opinn og höllin er líka opin öðrum, þau hafa samt ákveðinn forgang og munu ríða hraðar gangtegundir meðal annars. Fólk sem kýs að nota höllina á þessum tíma þarf að hafa þetta í huga, tillitssemi á báða bóga er lykillinn að því að þetta gangi allt vel.

Hörður er með afreksstefnu og afreksstarf og því fylgja ákveðnar skyldur, að skaffa þennan tíma til æfinga er hluti af því að uppfylla þær skyldur.

Þessir ungu afreksknapar Harðar eru:

Eydís Ósk Sævarsdóttir

Oddur Carl Arason

Viktoría Von Ragnarsdóttir

Benedikt Ólafsson

 

 

reiðhöll.jpg

 

 

Kjör íþróttarkarls og íþróttarkonu Mosfellsbæjar

Fimmtudaginn 19.janúar voru kynnt úrslit í kjöri íþróttarkarls og íþróttarkonu Mosfellsbæjar tilkynnt.
Hörður átti tvo frábæra fulltrúa í kjörinu, þau Benedikt Ólafsson og Viktoríu Von Ragnarsdóttur.
Bæði eru þau frábærar fyrirmyndir fyrir hestaíþróttina. Við óskum þeim innilega til hamingju með tilnefningarnar og árangurinn.
 
322390152_618440846957584_2600796992065095871_n.jpg
 
326636477_564767508865093_7809283309071035235_n.jpg

Gamlársdagsreið

Á morgun er stefnt að hinni hefðbundnu gamlársdagsreið okkar Harðarmanna í Varmadal. Veðurhorfur eru ekki sérlega góðar, en við tökum bara stöðuna í fyrramálið, förum ekki að ana í neina vitleysu. Höldum plani þangað til annað kemur í ljós og sjáumst vonandi sem flest hress og kát 🙂

Lagt af stað úr naflanum klukkan 12.

 

 

Viðburðir á vegum kynbótanefndar Harðar vetur og vor 2023.

- Kynbótanefnd óskar eftir tilnefningum á kynbótahrossum félagsmanna fyrir árið 2022.
Tilnefnd hross skulu vera fædd félagsmanni og hafa verið sýnd til fullnaðardóms á árinu 2022,
tilnefningar skulu sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., þar sem nafn og kennitala félagsmanns og nafn og IS-númer hross koma fram.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 15. febrúar.

- Mat á sköpulagi hrossa:
Fyrirlestur og sýnikennsla með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara þann 11.mars. Skráning mun fara fram á sportabler.

Vorferð á ræktunarbú: Dagskrá og tímasetningar verða auglýstar síðar en stefnt er á að hún fari fram í apríl.

ny.jpg

 

Sýnikennsla - Léttleiki, virðing og traust

 
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með sýnikennslu í Reiðhöllinni í Herði xxx. Sigvaldi ætlar að fjalla um sýnar hugmyndir sem snúa að hestamennskunni, tamningu, þjálfun og reiðmennsku. Við fáum að kynnast hans nálgun við tamningu og þjálfun ungra hesta og ekki síður knapa með virðingu og traust að leiðarljósi. Hann verður með unga og efnilega einstaklinga með í för. 
 
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
 
Aðgangseyri er 1000kr
Frítt fyrir 21 og yngri
 
 
Screenshot_2022-12-29_171711.jpg
 

Kótilettukvöld 28.1.2023

Screenshot_2023-01-16_141034.jpg

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Jólakveðjur

Kæru Harðarfélagar fjölskyldur og aðrir velunnarar.

 

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og gleði á nýju ári. Þökkum skemmtilegt ár sem er að líða.

 

Stjórn Harðar