- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 23 2023 16:19
-
Skrifað af Sonja
Þeir sem hafa fengið staðfesta sumarbeit á vegum félagsins í sumar geta sótt áburð við reiðhöll Harðar á þessum tímum:
Miðvikudag 24. maí kl 17-18.30
Fimmtudag 25. maí kl 17-18.30
Áríðandi er að koma með ílát eða sterka poka til að setja áburðinn í og virða þessar tímasetningar!
Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 11 2023 16:41
-
Skrifað af Sonja
Hestamenn í Herði 60 +
Reiðtúr - Grillveisla.
Dagurinn er fimmtudagur 25. maí 2023
Reiðtúrinn🐴
Lagt verður upp frá reiðhöllinni kl. 18:00
Við ríðum til Gísla í Dalsgarði þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og "músikk"
Grillveisla.
Harðarból opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
Matseðill
Aðalréttur:
Grillveisla með öllu tilheyrandi að hætti Hadda - sem engan svíkur.
Eftirréttur
Sælkeraturn með heimagerðu döðlunammi Dísu, jarðarberjum og öðru gómsætu kruðiríi Kaffi
🍷🍺🍷
Við getum tekið með okkur drykki en einnig verður barinn opinn og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Tindatríóið
mætir á svæðið kl 21:00 og skemmtir okkur af sinni alkunnu snilld.
Þrír á palli
Gunni, Nonni og Þórir fara með með gamanmál.
Guðmundur Jónsson
verður að venju með nikkuna við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn.
Hákon og Kristín🎹
mæta með gítarinn og nikkuna og stjórna. fjöldasöng.
Verð kr. 5000 ( posi á staðnum )
Þátttaka tilkynnist hjá
Sigríði Johnsen á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210
í síðasta lagi laugardaginn 20 . maí.
Við hlökkum til að hitta ykkur í sumarskapi.
Lífið er núna - njótum 😊
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 05 2023 19:06
-
Skrifað af Sonja
Í næstu viku kemur gámur sem félagsmönnum býðst að nýta til að losa sig við rúllu- /baggaplast sér að kostnaðarlausu. Gámurinn verður opinn í klukkutíma fasta daga og verður vaktaður, dagar og tími auglýst síðar. Gámurnn verður við reiðhöllina.
Allir litir af rúllu-/baggaplasti mega fara í gáminn en ALLS EKKI neitt annað, plastið fer til endurvinnslu og mikilvægt að það sé ómengað. Best er að hrista sem mest af heyi úr plastinu, skila því sem hreinustu þó ekki sé gerð athugasemd við smávegis moð.
Ekki bönd, ekki net, ekki plast undan spónum og ekkert annað en rúllu-/baggaplast má fara í þennan gám, þarf að losa plastið úr „safnpokum“ hverskonar áður en það er sett í gáminn.
Þessari þjónustu er sjálfhætt ef fólk virðir ekki reglurnar, en vonandi verður þessu vel tekið og nýtist okkur öllum.
Stjórnin