Vinna í hendi - námskeið 2024
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, desember 13 2023 13:51
- Skrifað af Sonja
Vinna í hendi - námskeið - FULLT / Biðlista
6 skipti kennt á þriðjudögum kl.18:30 í Blíðubakkahöllinni.
Tíminn er í 45min - 2hópar í boði (1830 og 1915)
Fyrsti tími 16. Janúar
Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi.
Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja.
Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Verð: 18500 kr
4pláss á hóp
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur