- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, desember 04 2022 09:48
-
Skrifað af Sonja
🌲🌲🌲
Hestamenn í Herði
Aðventukvöld í Harðarbóli
miðvikudaginn 14.desember 2022
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl.19:30
🎹
Guðmundur á Reykjum þenur nikkuna í anddyrinu
og kemur okkur í rétta gírinn
Matseðill
Aðalréttur
Jólahangikjöt borið fram með kartöflum í hvítri sósu,
rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði
Eftirréttur
Hinn margrómaði heimalagaði rjómaís
"ala" Þuríður á Reykjum.
🍷🍺🍷
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði
Þeir sem vilja geta tekið með sér sína drykki 🍷🍺
Hátíðardagskrá
Stormsveitin
stormar á svið og gerir stormandi lukku með
"minitónleikum"
🎹🎸
Hákon fyrrverandi formaður Harðar og
Kristín Ingimarsdóttir
stilla saman strengi og stjórna fjöldasöng eins og þeim einum er lagið
Verð kr. 5000
posi á staðnum.
Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði Johnsen
á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210
í síðasta lagi föstudaginn 9. desember
🌲🌲🌲🌲🌲
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur
í jólaskapi
🌟☺🌟
Lífið er núna - njótum þess.
Hákon - Kristín - Sigríður - Þuríður
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 24 2022 11:55
-
Skrifað af Sonja
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Petrea Ágústsdóttir
Dagsetningar Þriðjudagar
BYRJAR 24.1.
24. janúar
31. janúar
07. febrúar
14. febrúar
21. febrúar
Ath: Staðsetningu: Stóra reiðhöllinni!
kl 1600-1630 teymdir
kl 1630-1700 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti
Verð: 5500 kr
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 30 2022 08:53
-
Skrifað af Sonja
Hér á Hörður tilnefnda tvo frábæra reiðkennara, Súsönnu Sand og Sonju Noack og erum við afar hreykin af því, um að gera að kjósa, sé fólk ekki þegar búið að því.
Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF trainer of the year) þann 9-16. janúar 2023. þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi. Sigurvegari í FEIF kosningunni verður síðan tilkynntur 3-4. febrúar 2023.
Sigurvegari íslensku kosningarinnar verður tilkynntur 7. desember 2022.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/kosning-um-reidkennara-arsins-2022
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 22 2022 20:21
-
Skrifað af Sonja
Hæfileikamótun LH er því fyrsta skref og mögulegur undirbúningur fyrir U-21 landsliðið.
Markmið Hæfileikamótunar er að:
- Fjölga þeim ungu knöpum sem fylgst er með á landsvísu
- Undirbúa unga knapa fyrir hefðbundin landsliðsverkefni
- Byggja upp til framtíðar knapa í fremstu röð
- Stuðla að uppbyggilegu afreksstarfi víðsvegar um landið
Við erum með 2 fulltrúar inni hópnum og það eru:
Eydís Ósk Sævarsdóttir og Oddur Carl Arason
Við erum mjög stolt með Odd og Eydísi og hlökkum til að fylgjast áfram með þeim :)
Nánar í frétt frá LH:
Hæfileikamótun LH 2022-2023 | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 25 2022 09:38
-
Skrifað af Sonja
Nánari upplýsingar:
https://www.lhhestar.is/is/frettir/vilt-thu-starfa-i-nefndum?fbclid=IwAR2Z9U9uTcSXI02rDcGW572rrjQVP4uzXVmdpBCten9GD1yMtW3heeEkMGE
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 22 2022 20:16
-
Skrifað af Sonja
Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld

Sjálfberandi og fimur
Ragnhildur Haraldsdóttir mun halda sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fyrir alla áhugasama hestamenn. Sýnikennslan verður haldin miðvikudaginn 23.nóv. og hefst kl.20:00. Húsið opnar kl.19:30, aðgangseyrir 1000kr. Frítt fyrir 10 ára og yngri. Kaffi og léttar veitingar til sölu.
Sýnikennslan mun fjalla um upphaf vetrarþjálfunar með það að markmiði að hesturinn geti orðið sjálfberandi,
virkur og fimur með áframhaldandi þjálfun.
Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem og á stórmótum. Ragnhildur er knapi í landsliði Íslands og hefur m.a. verið valin sem íþróttaknapi ársins 2020.
Auk þess mun Eveliina Marttisdottir sem er „saddle fitter" kynna fyrir áhorfendur hvað „saddle fitting" er, mikilvægi þess og hvað það getur haft mikil áhrif á þjálfun og uppbyggingu hestsins að vera með réttan hnakk.