- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 27 2022 05:27
-
Skrifað af Sonja
Formáli
Sonja Noack sér alfarið um skipulagningu á reglulegum námskeið. Hún sér um að skipuleggja helgarnámskeið og viðburði og stjórnin sér um framkvæmd helgarnámskeiða og viðburða.
Kynningar námskeiða og viðburða fór fram í gegnum heimasíðu félagsins og í gegnum FB síðu Harðar.
Helgarnámskeið – Hinrik Sigurðsson Grunnreiðmennska og þjálfun
Það átti að vera annað námskeið í janúar sem þurfti að fella niður sökum covid. Þetta námskeið var haldið 18.-20.febrúar 2022 og var fullbókað. Nemendur voru mjög ánægðir með einstaklingsmiðaða kennslu Hinriks.
Námskeið með Johan Haggberg
Í samstarfi við Fák var boðið upp á einkatíma með Johan Haggberg í april. Samstarfið og kennslan gekk prýðilega vel og allir voru sáttir eftir kennsluna.
Keppnisnámskeið fyrir vana keppnisknapa - Þórarinn Eymundsson
Námskeið var haldið á tveimum laugardögum með 2 vikna millibili. Það voru fá sæti í boði sem fylltust hratt. Nemendur voru hæstánægðir með námskeiðið.
Sirkus-helgarnámskeið – Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Þetta frábæra námskeið er komið með fastan sess í dagskrá Harðar, enda frábær leið til að bæta samskipti við hestinn sinn. Mikið var gaman hjá öllum.
Helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi
Námskeið var fellt niður vegna dræmrar skráningar. Líklega af því að það var orðið svoltið seint að árinu fyrir marga ( um miðjan apríl).
Frumtamninganámskeið með Róbert Petersen
Námskeiðið var sett upp sem 2 helgarnámskeið í lok september 2022 og var góð skráning. Heppnaðist allt vel og tamningar gengu vel. Róbert er með marga ára reynsla við þetta námskeið.
Vikuleg námskeið í Herði – Veturinn 2022
Það var fjölbreytt úrval af námskeiðum í vetur.
Hnakkafastur – Ásetunámskeið Fredricu Fagerlund var boðið bæði fyrst fyrir byrjendur og svo fyrir lengra komna. Þessi námskeið hafa verið í boði núna í nokkur ár og er það frábært fyrir alla hestamenn.
Grunnþjálfun unga hestsins var einnig kennt í vetur og var það líka Fredrica Fagerlund sem var með það námskeið og var fullbókað á það.
Almennt Reiðnámskeið og Töltnámskeið var kennt hjá Ragnheiði Þorvaldsdóttur og var það vel sótt og sýndi fram á að margir að sækja í almenna reiðkennslu.
Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Ragnheiður Þorvaldsdóttir buðu líka upp á einka- og paratíma og nemendur þeirra voru mjög ánægðir.
Ragnheiður Þorvalds og Sonja Noack voru með Knapamerkjahópana og voru kennd öll stig í vetur og gekk vel. Námskeiðin eru bæði opin fyrir æskulýðs og fræðslunefndarhópa (börn og fullorðna). Áfram er mikil aðsókn á knapamerkja námskeið, sem er frábært þar sem um hnitmiðað og vel uppbyggð nám er að ræða.
Anton Páll Níelsson bauð upp á einkatíma bæði í janúar og febrúar (2x í mánuði). Var námskeiðið fullbókað og voru allir nemendur mjög ánægðir eins og venjulega.
Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir var með 2 námskeið hjá okkur í vetur. Hringteymingar- og brokkspíruþjálfun og vinna við hendi. Námskeiðin voru fullsetin og allir ánægðir.
Aðrir viðburðir
Örnámskeið í hestanuddi- í mars var Auður Sigurðardóttir með dagsnámskeið í hestanuddi og var þessi fræðandi viðburður vel sóttur.
Framundan 2022
Það verður Gæðingafimi helgarnámskeið með Fredricu Fagerlund sem byrjar í desember. Námskeið nær svo yfir fleiri helgar í heild og inniheldur að auki keppni í Herði þar á milli.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 12 2022 21:52
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar fimmtudaginn 27. október 2022. kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
Önnur mál
Fundarslit
Fyrir fundinum liggur ein lagabreyting:
1. grein
Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.
1. Grein verði
1.grein
Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.
Opinber félagsbúningur skal vera hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Harðargrænn með flauelskraga eða svartur einlitur, Harðarmerki skal vera á hægra brjósti.
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.
Stjórnin