Gæðingafiminámskeið með Fredericu Fagerlund

Í vetur verður Fredrica Fagerlund með námskeið í Gæðingafimi en Fredrica hefur náð góðu gengi sjálf í gæðingafimi.
 
Námskeiðið er hugsað fyrir öllum aldurshópnum og þá líka þau sem stefna á taka sínu fyrsta skref í að keppni í greininni.
Námskeiðið byggist á einum bóklegum tíma þann 05. Janúar, sýnikennsla þann 2.febrúar ásamt 7 verklegum 45 mínútna einkatímum og einn tími er þegar mót verður 18.febrúar í Herði. Verklegur hluti er því dreift yfir 4 helgar.

Bóklegt í Harðarbol: 05.jankl 1830-2000
Sýnikennsla: 02.feb kl 19:00
Verkleg kennsla fer fram helgarnar 17.-18. desember – 7.-8. janúar – 4.-5. febrúar – 18.-19. febrúar (18. Mót og 19. síðasti tíminn).

Verð 60000kr
Skráning opnar fimmtudaginn 03.november kl 20:00
313831869_2345048368977444_379386532526675932_n.jpg
 

Ársskýrsla Mótanefnd Harðar 2022

Nefndin var vel mönnuð þetta árið

-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)

-Ragnheiður Þorvaldsdóttir

- Kristinn Sveinsson

- Rakel Katrín Sigurhansdóttir

- Ásta Friðjónsdóttir

-  Jón Geir Sigurbjörnsson

-  Viktoría Von Ragnarsdóttir

Segja má að keppnisárið 2022 hafi verið mun fjörlegra en fyrri ár vegna ástæðu sem við ætlum ekki að fjalla nánar um hér. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.

3.vetrarmót

Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Lækjarbakkamótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.

Íþróttamót Harðar

Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 190 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda, sérstaklega þar sem við viðhald valla var til sérstakrar fyrirmyndar með nýju vallartæki í eigu Harðar.

Gæðingamót og úrtökur fyrir Landsmót

Þar sem mikil eftirvænting hafði skapast meðal hestamanna fyrir þátttöku á Landsmóti eftir óvenju langt hlé, var öllu tjaldað til. Ákveðið var að halda opið æfingamót í byrjun maí fyrir þá sem stefndu á Landsmót, sóttist mótið vel og mikil ánægja með þetta framtak.
Úrtakan sjálf var svo haldin í samstarfi við Hestamannafélagið Adam og mætti einn hestur á þeirra vegum. Úrtakan var tvöföld og gilti betri árangur hests inn á landsmót, segja má að mikið kapp var í hesteigendum að koma hver sínum gæðing inná Landsmót og þátttaka var góð.

Tölumót

Haldinn voru tvö tölumót 19.06 og 13.06 sóttust bæði mótin vel og virðast þessi mót vera festa sig í sessi hjá Hestamannafélaginu Herði.

Mótanefndin þakkar öllum sem tók þátt, keppendur, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra samveru og sjáumst hress á næsta ári.

Fyrir Hönd Mótanefndar

Sigurður Halldór Örnólfsson

 

 

Skýrsla Reiðveganefndar 2022

Reiðveganefnd hefur til ráðstöfunar árið 2022 frá Landssambandi Hestamannafélaga
til framkvæmda við reiðvegi í Mosfellsbæ kr. 3.700.000,- og til ferðaleiða kr. 2500.000,-
Samtals til reiðvegaframkvæmda hjá Hestamannafélaginu Herði kr. 6.200.000,-
Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2022 :

 

Áfram var keyrt út efni og jafnað á reiðgötur um Tungubakkahringinn og vestur með
Leirvogsá norðan við Flugskýlin. Skipt um tvö ræsi á reiðvegi yfir Köldukvísl - mynd 1


Í reiðleiðir R106.22 Leirvogstungumelar og reiðleið R20.02 Kollafjarðarleið upp að
Esjumelum var keyrt út efni og það brotið og jafnað út. Á sama hátt var reiðleið R20.01
Tungubakkaleið frá Varmdalsbrú og út að Tungubakkahring unnin, efni keyrt út,
brotið og jafnað – mynd 2


Á reiðleið R10.04 Köldukvíslarleið var skipt um ræsi austan við Mosfellsveg
Á reiðleið R11.10 Skammaskarð var tekið upp pípuhlið sem hætt var að þjóna
tilgangi sínum einnig var keyrt út efni í reiðleið niður undir NorðurReyki, það brotið
og jafnað út – mynd 3


Frágangi á reiðleiðum R10.04 Köldukvíslarleið og á reiðleið R11.09 Brúarlandsleið
Í tengslum við nýjan göngu- og hjólastíg í gegnum Ævintýragarðinn er lokið og er
gamla göngubrúin nú notuð fyrir hestaumferð – mynd 4


Í sumar var lagt bundið slitlag á Hafravatnsveginn frá Úlfarsfellsvegi að Nesjavallavegi.
Ekki var lögð reiðleið samhliða þeirri framkvæmd þó allt hafi verið reynt til þess að það
yrði gert. Mosfellsbær er að láta vinna deiliskipulag fyrir reiðleið- og göngustíga með
veginum – mynd 5


Unnið er við Skógarhólaleið og haldið áfram þar sem frá var horfið í haust við Stiflisdalsvatn
og lagfæringar verða gerðar á reiðleið milli Brúsastaða og Selkots – mynd 6


Sæmundur Eiríksson október 2022

aamynd1.jpgaa_mynd2.jpgaamynd3.jpgaamynd4.jpgaamynd5.jpgaamynd6.jpg

 

 

 

Uppskerahátíð Æskulýðsnefndar

Þá er komið að uppskeruhátíð hjá okkur í æskulýðsnefnd takið frá 19.okt 22
Verðlaunaafhending, matur og skemmtun!
Hlökkum til að sjá sem flesta í Harðarbóli miðvikudaginn 19.okt kl 18:30-20
kveðja æskulýðsnefndin
 

Ársskýrsla Fræðslunefndar Harðar 2021-2022

                         

Formáli

Sonja Noack sér alfarið um skipulagningu á reglulegum námskeið. Hún sér um að skipuleggja helgarnámskeið og viðburði og stjórnin sér um framkvæmd helgarnámskeiða og viðburða.

Kynningar námskeiða og viðburða fór fram í gegnum heimasíðu félagsins og í gegnum FB síðu Harðar.

 

Helgarnámskeið – Hinrik Sigurðsson Grunnreiðmennska og þjálfun

Það átti að vera annað námskeið í janúar sem þurfti að fella niður sökum covid. Þetta námskeið var haldið 18.-20.febrúar 2022 og var fullbókað. Nemendur voru mjög ánægðir með einstaklingsmiðaða kennslu Hinriks.

Námskeið með Johan Haggberg

Í samstarfi við Fák var boðið upp á einkatíma með Johan Haggberg í april. Samstarfið og kennslan gekk prýðilega vel og allir voru sáttir eftir kennsluna.

Keppnisnámskeið fyrir vana keppnisknapa - Þórarinn Eymundsson

Námskeið var haldið á tveimum laugardögum með 2 vikna millibili. Það voru fá sæti í boði sem fylltust hratt. Nemendur voru hæstánægðir með námskeiðið.

Sirkus-helgarnámskeið – Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Þetta frábæra námskeið er komið með fastan sess í dagskrá Harðar, enda frábær leið til að bæta samskipti við hestinn sinn. Mikið var gaman hjá öllum.

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi

Námskeið var fellt niður vegna dræmrar skráningar. Líklega af því að það var orðið svoltið seint að árinu fyrir marga ( um miðjan apríl).

Frumtamninganámskeið með Róbert Petersen

Námskeiðið var sett upp sem 2 helgarnámskeið í lok september 2022 og var góð skráning. Heppnaðist allt vel og tamningar gengu vel. Róbert er með marga ára reynsla við þetta námskeið.

Vikuleg námskeið í Herði – Veturinn 2022

Það var fjölbreytt úrval af námskeiðum í vetur.

Hnakkafastur – Ásetunámskeið Fredricu Fagerlund var boðið bæði fyrst fyrir byrjendur og svo fyrir lengra komna. Þessi námskeið hafa verið í boði núna í nokkur ár og er það frábært fyrir alla hestamenn.

Grunnþjálfun unga hestsins var einnig kennt í vetur og var það líka Fredrica Fagerlund sem var með það námskeið og var fullbókað á það.

Almennt Reiðnámskeið og Töltnámskeið var kennt hjá Ragnheiði Þorvaldsdóttur og var það vel sótt og sýndi fram á að margir að sækja í almenna reiðkennslu.

Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Ragnheiður Þorvaldsdóttir buðu líka upp á einka- og paratíma og nemendur þeirra voru mjög ánægðir.

Ragnheiður Þorvalds og Sonja Noack voru með Knapamerkjahópana og voru kennd öll stig í vetur og gekk vel. Námskeiðin eru bæði opin fyrir æskulýðs og fræðslunefndarhópa (börn og fullorðna). Áfram er mikil aðsókn á knapamerkja námskeið, sem er frábært þar sem um hnitmiðað og vel uppbyggð nám er að ræða.

Anton Páll Níelsson bauð upp á einkatíma bæði í janúar og febrúar (2x í mánuði). Var námskeiðið fullbókað og voru allir nemendur mjög ánægðir eins og venjulega.

Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir var með 2 námskeið hjá okkur í vetur. Hringteymingar- og brokkspíruþjálfun og vinna við hendi. Námskeiðin voru fullsetin og allir ánægðir.

Aðrir viðburðir

Örnámskeið í hestanuddi- í mars var Auður Sigurðardóttir með dagsnámskeið í hestanuddi og var þessi fræðandi viðburður vel sóttur.

Framundan 2022

Það verður Gæðingafimi helgarnámskeið með Fredricu Fagerlund sem byrjar í desember. Námskeið nær svo yfir fleiri helgar í heild og inniheldur að auki keppni í Herði þar á milli.

 

 

Aðalfundur Harðar 27.10.2022

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar fimmtudaginn 27. október 2022. kl 20 í Harðarbóli. 

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.  

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

 

Fyrir fundinum liggur ein lagabreyting:

1. grein

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. 

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

 

1. Grein verði

1.grein

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. 

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

Opinber félagsbúningur skal vera hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Harðargrænn með flauelskraga eða svartur einlitur, Harðarmerki skal vera á hægra brjósti.

 

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.

Stjórnin  

Fræðsluerindi um Hrossasótt í Harfnarfirði

Það verður Fræðsluerindi um Hrossasótt, Fim.10.nóv. Kl.20.00 í sal Íshesta, Sörlaskeið 26, aðalinngangur. 
Erindið verður um 1-1,5klst langt með opnum spurningum. 
Í boði verður kaffi, te og kakó 
Verð er 4.500kr á mann 
 
Skráning er til og með 8.nóv.
Skráning og fyrirspurning sendist á tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Allir velkomnir að taka þátt !
 
 

Hrossakjötsveislan 2022

UPPSELT!
 
verður haldin í Harðarbóli
laugardaginn 5.nóvember
❖ Húsið opnar kl. 19:00
Veislustjórar og skemmtikraftar, hinir einu og sönnu Jógvan og Matti Matt
❖ Happdrætti með ótrúlegum vinningum
❖ Dansleikur og fjör
 
Matseðill
❖ Fordrykkur
❖ 8-villt hlaðborð aldarinnar að hætti Hadda kokks (grafið, reykt, bjúgu, carpaccio, medalíur, gljáður vöðvi, að ógleymdum
forrétti og eftirrétti)
 
❖ Barinn opinn allan tímann
 
Miðaverð aðeins kr. 8.500
miðapantanir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fyrstur kemur, fyrstur fær
Miðinn gildir sem happdrættismiði
Eins og áður þá mun ágóði af veislunni nýtast til eflingar og styrkja
hestamannafélagið Hörð
Hrossakjötsveislan er opinn öllum – endilega takið með ykkur gest
hrossakjot.jpg