Drulluhlaup

Á laugardaginn kemur fer fram Drulluhlaup Krónunnar, líkt og í fyrra. Það fer að einhverju leiti fram á reiðvegum umhverfis félagssvæðið okkar og verður leiðirnar út að Tungubökkum, meðfram Köldukvísl og meðfram Varmá upp að íþróttasvæði lokaðar á meðan á hlaupinu stendur, frá 10-16. Hægt verður að komast með bíla hina leiðina (frá Tunguvegi við fótboltavöllinn) þurfi fólk áð sinna hrossum í beitarhólfum á þessum tíma.
Nánar um hlaupið:
Við sýnum tillitssemi og styðjum nágranna okkar í Aftureldingu í þessum skemmtilega árlega viðburði.
1690962557-1080x1920-drulluhlaup.png