Félagshesthús Harðar - 2023/2024
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, september 13 2023 20:47
- Skrifað af Sonja
Við höfum opnað fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2023/24.
Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2024 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni).
Við erum með 10 pláss á þessu ári.
Félagshesthúsatímabilið er frá október þangað til um miðjan júni og þáttakendur skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið. Mánuðurinn kostar 32000.
Meðlimir í félagshesthúsi fá hesthúsapláss (með spæni og heyi) og hjálp frá leiðbeinanda (Nathalie) 1-2 í viku.
Nathalie hjálpar ef einhver vandamál koma upp á, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf kannski sérstaklega í byrjun, getur svarað spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá. Hægt að kaupa auka tíma hjá henni eftir samkomulag.
Síðan á tveggja vikna fresti verðum við með fræðsluerindi eða verkleg verkefni fyrir félagshesthúsafólkið(sírkustrix, hestanudd, hringteymingar, skijöring, skipta um fax, skyndihjálp o.s.frv eftir óskum þáttakenda), við förum saman í reiðtúr eða gerum eitthvað annað skemmtilegt saman (HÓPEFLI)).
Skilyrði fyrir þáttöku í félagshesthúsi:
Hesturinn þarf að vera amk 6 vetra og fulltaminn (úttekt
Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig í leiðinni.
Við tökum inn hestanna í byrjun október og þeir eiga að vera komnir á hús helgina 07./08. október. Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd heilbrigðisskoðun af reiðkennara og leiðbeinanda sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhver vafaatriði verður dýralæknir kallaður til.
Hver og einn mun bera ábyrgð á sínum hesti m.a. við umhirðu, járningu osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir, raspaðir og skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.
Í upphafi tímabils mun verða skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgegni, framkomu og viðveru í húsinu.
Auk þess eiga krakkar sem eru í félagshesthúsinu að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins. Ef einhver er búin með öll knapamerkin þá er hægt að fara á annað námskeið á vegum hestamannafélagsins í staðinn eins og almenn reiðnámskeið barna, keppnisnámskeið o.s.frv. Athugið: Knapamerki 1 bóklegt byrjar strax í lok september í bóklegu fyrir þau sem eru ekki búin með knapamerki 1.
Hér er hlekkur til að sækja um pláss: https://forms.gle/ZxTS8ianDHGBurQ18
Umsóknarfresturinn er til 23.9.
Öllum umskóknum verður svarað í seinasta lagi 30.9.
Ef einhverjar spurningar vakna má senda Nathalie Moser skilaboð eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..