Bæjarhátíð og flugeldasýning

 

Bæjarhátíðun Í túninu heima er hafin og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa umfram aðra. Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn í dag (kvöld) fara fram árlega en okkur hafa ekki borist beinar upplýsingar um lokanir og leiðir, upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman. Fólk er hvatt til að gera ráðstafanir með hross í beitarhólfum vegna flugeldasýningarinnar, taka þau inn eða færa á örugga staði séu þau mjög nærri.

Fimmtudagur 24. ágúst.

19:00 Fellahringurinn – samhjól EKKI KEPPNI – SENNILEGA EKKERT LOKAÐ
Hjóladeild Aftureldingar stendur fyrir samhjóli þar sem hjólaður verður bæði litli Fellahringurinn sem er 15 km og stóri Fellahringur­inn 30 km. Samhjólið hefst að Varmá og endar á smá veitingum í boði hjóladeildarinnar að Varmá. Útivera, samvera og gleði.

https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748

Föstudagur 25. ágúst

20:30 Skrúðgöngur leggja af stað
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar. Tufti Túnfótur, þriggja metra hátt tröll, tekur þátt í göngu.

Laugardagur 26. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.

Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.

12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka kl. 16:30.

21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Sigga Ózk, Mugison, Páll Rósinkranz úr Jet Black Joe, Sprite Zero Klan, Diljá Pétursdóttir og Páll Óskar. Kynnir verður Dóri DNA. Björgunarsveitin Kyndill skýtur upp flugeldum af Lágafelli skömmu eftir að tónleikum lýkur.

Sunnudagur 27. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og W370847289_705603061610122_3897104278085682865_n.jpgeetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna