Keppnisþjálfun fyrir vana keppnisknapa - Þórarinn Eymundsson

Tamningameistarinn Þórarinn Eymundsson verður með Keppnisþjálfun fyrir vana keppnisknapa, laugardaga 19.mars og laugardag 2. apríl.
Þórarinn er Reiðkennari við Hólaskóla til 20 ára og með mjög mikla reynsla í keppni og sýningar.
Námskeið er keppnisþjálfun fyrir vana keppnisknapa og eru einkatímar (50min á sitthvorum degi).
Skráning fer fram í sportabler. Mjög fá sæti.
Fyrstur kemur fyrsti fær - ekki hægt að panta pláss - bara skrá 🙂
Skuldlausar Harðarfélagar hafa forgang.
 
Skráning opnar á morgun, miðvikudagur 9.mars kl 12:00 - hádegi.
Verð fyrir pakkinn er 30000kr
 

Almennur félagsfundur: Vallarsvæði og hringgerði

Stjórn Harðar boðar til umræðufundar um vallarsvæði og hringgerði á félagssvæðinu, mánudaginn 14 mars 2022, klukkan 20:00 í Harðarbóli.
Farið verður yfir hugmyndir um breytingar á vallarsvæði og möguleika því tengdu ásamt hugmyndum um breytingar og viðbætur á hringgerðum með yfirbyggingu í huga.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, koma með hugmyndir og hafa áhrif á framtíðar skipulag hverfisins.
 
Kveðja
Stjórn Harðar
275463538_7129525077088639_9215054484271951354_n.jpg
 

Árshátíð Harðar 2022

Nú ætlum við sjá hvort við náum ekki að blása til árshátíðar með stuttum fyrirvara og fagna áfléttingu covid takmarkana.
 
Staðurinn er Harðarból og dagsetningin er 12 mars. Já við erum að tala um þar næstu helgi:)
 
Húsið opnar kl: 18:30 með fordrykk.
Grillvagninn mætir á staðinn og verður með lamb og kalkún og allt fína meðlætið. Einnig er vegan réttur (athu þarf aðláta vita).
 
Veislustjóri er Þröstur 3000, sem sér um að halda uppi aga í borðhaldi og keyra stuðið í gang á dansgólfinu.
Enginn annar en Eyþór Ingi skemmtir okkur með söng og glensi og sér svo um ballið.
Happdrætti.
 
Miðaverð fyrir þennan pop-up viðburð er aðeins 9.500 kr.
 
Skráning fer fram með að skella tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (látið vita ef þið vilið vegan) og einnig millifæra á eftirfarandi reikning: kt.650169-4259 0549-26-4259 , senda kvittun bæði á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Skráningu lýkur þriðjudaginn 8. mars.
 
Sjáumst í banastuði
 
-Árshátíðarnefndin
274922349_1443473766093714_5614560631511594510_n.jpg
275222145_7115877415120072_2660214084491643556_n.jpg
 
 

Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir *meira vanir / krefjandi*

 
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis.
Max 6 manns. Nemendur fá hest til afnota.
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 18:00
 
Dagsetningar 2022:
08. mars
15. mars
22. mars
29. mars
05. apríl
12. apríl
 
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
 

Nokkur atriði varðandi reiðhöllina.

Ekki er ætlast til að fólk hengi af sér föt eða geymi annan búnað á böttunum í kringum reiðvöllinn (við stúkuna til dæmis), það eru snagar í anddyrinu undir slíkt.  Svo minnum enn og aftur á góð samskipti, hringteymingar eru almennt ekki leyfðar í reiðhöllinni og hreint ekki æskilegt að vera með ótamin tryppi til dæmis í slíku þegar aðrir eru að nota höllina.  Þetta eru þau atriði sem helst er kvartað undan og við hljótum að geta sameinast um að gera betur.

Árétting varðandi umferðarreglur:

 

 

Allir sem nota reiðhöllina okkar til þjálfunar geti væntanlega verið sammála um að þar verði að gilda skýrar umferðarreglur líkt og er í allri umferð í samfélaginu.

Við innganginn að reiðvelli hallarinnar eru tvö stór skilti þar sem getur að líta gildandi umferðarreglur í reiðhöllinni, ásamt umgengnisreglum. Þrátt fyrir það virðist nokkur misskilningur vera meðal margra félagsmanna um það hvernig skuli ríða á reiðvellinum. Það er bagalegt ef fólk les ekki þessar reglur, en þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu félagsins undir flipanum „reiðhöll“ efst á síðunni. Reglurnar eru settar svo umferð gangi sem best á milli allra sem nýta höllina

Grunn tónn reglnanna er sá að ytri sporaslóð (reiðleiðin næst veggnum, u.þ.b. 1,5 m. breið) sé alltaf ætluð þeim sem hraðar fara. Með öðrum orðum að þeir sem ríða hraðar t.d. á tölti og brokki hafi forgang að ytri sporaslóð fram yfir þá sem ríða á feti eða fara hægar. Gildir þar einu hvort knapar ríða upp á sömu hönd eða sitt hvora hendi. Skal þá sá sem hægar fer víkja inn á sporaslóð tvö (innri sporaslóð) og hleypa þeim er hraðar fer fram úr sér eða framhjá sér. Sama gildir ef einn ríður á hægu tölti eða brokki skal sá sem ríður hraðar á sömu gangtegund eða öðrum gangi hafa forgang að ytri sporaslóð. Þetta gildir þegar knapar ríða upp á sömu hönd og sá er hraðar ríður kemur aftan að þeim er hægar ríður. Sá sem hægar ríður færir sig þá á innri sporaslóð.

Algengur misskilningur er semsagt sá að hægri umferð sé algild í reiðhöllinni eins og í umferðinni. Þannig er það ekki s.b.r. önnur og fjórða grein:

2. grein Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

4. grein Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

Þarna er þessi grunntónn reglnanna undirstrikaður með mjög afgerandi hætti og ætti ekki að misskiljast.

Annað sem undirstrikar forgangsrétt ytri sporslóðar enn frekar er sjötta grein reglnanna en þar segir:

6. grein Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

Þegar knapi kemur með hest inn á reiðvöll hallarinnar er gott að hafa í huga „að vera ekki að flækjast fyrir öðrum sem þar ríða“. Því er gott að byrja á feti á innri sporslóð eða inni á miðjum velli. Er þá gott að hita upp á feti með því að ríða bauga, hringi, slöngulínur og svo beinar línur á innri sporaslóð og færa sig svo yfir á þá ytri með auknum hraða.

Að endingu má svo nefna fyrstu grein þar sem segir að fara skuli á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar, með öðrum orðum ekki á ytri sporaslóð.

Þessar umferðarreglur í reiðhöllinni komu á sínum tíma frá Háskólanum á Hólum og byggja á umferðarreglum sem gilda í reiðhöllum víða um heim.  Þeim ber að fylgja við æfingar og þjálfun í reiðhöll Harðar.

 

 

Ör-námskeið í hestanuddi með Auði Sigurðardóttir

Námskeið með Auði Sigurðardóttir
Ör-námskeið í hestanuddi og verklegar æfingar - Dagsnámskeið Sunnudagur 6.3.2022
 
Fyrirkomulag
Fyrri hluti dags - um kl. 11 - 13 í Hardarboli
Efni fyrirlestrar er m.a. :
* Helstu vöðvahópa hestsins,staðsetningu og hlutverk.
* Helstu nuddgrip sem eru notuð - lýsing og notkun
* Hvenær nuddmeðferð er viðeigandi og hvenær ekki á að nota nuddmeðferð.
* Hver eru helstu vandamálin eru og hvernig við getum notað
nuddmeðferð til að bæði fyrirbyggja og meðhöndla.
 
Seinni hluti dags - um kl. 13:30 - 16/17 - fer eftir fjölda osfrv.
* Verkleg kennsla þar sem nemendur verða 2 með einn hest og æfa sig og fá leiðsögn
* Nuddaðferðir og æfingar
 
Innifalið er fræðsla og ráðgjöf - allir fá með sér heim efni
sem ég dreifi til þátttakenda sem tengist námskeiðinu.
Hámarksfjöldi er 20 þátttakendur.
 
Takið með ykkur nesti fyrir hádegispásu 🙂
 
Verð 2500 á mann

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

 

 

Kotilettukvöld

Kótilettukvöld 2022 🥳
Skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Greiðsla : kt.650169-4259 0549-26-4259
 

274132270_7042623895778758_6765968753066351587_n.jpg

LH-félagi ársins

Stjórn LH hefur ákveðið að verðlauna LH-félaga ársins.

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. 

Óskað er eftir að hvert og eitt hestamannafélag tilnefni félaga ársins innan sinna raða og sendi tilnefninguna til LH ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Einnig eru félögin hvött til að verðlauna þann einstakling sem verður fyrir valinu hjá þeim sem félaga ársins.

Stjórn Harðar óskar eftir ábendingum frá félagsmönnum.  Skilafrestur er til 25.febrúar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skipuð hefur verið nefnd innan LH sem velur fimm félaga úr innsendum tilnefningum, sem kosið verður um í netkosningu á vef LH um miðjan mars/byrjun apríl.

Í nefndinni sitja:

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður æskulýðsnefndar

Einar Gíslason, formaður keppnisnefndar

Gréta V. Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í LH

Lilja Björk Reynisdóttir, varamaður í stjórn LH

              

              

Þegar úrslit liggja fyrir verða LH-félaga ársins veitt vegleg verðlaun og allir fimm útnefndir fá viðurkenningu.