ATH ATH ATH Skráningar á Landsmót
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, júní 15 2022 19:24
- Skrifað af Sonja
Hérna kemur listi yfir þá sem hafa unnið sér inn rétt til að keppa fyrir hönd Harðar á Landsmóti 2022. Þessi listi er ókláraður en það er ekki hægt að birta tilbúinn lista fyrr en vitað er staðfest hverjir ætla að fara og hverjir í yngri flokkunum fara með hvaða hesta. Listinn ætti samt að gefa góða mynd af stöðu mála. Þessi listi er samantekt af forkeppni úr báðum úrtökunum. Það fara 6 fulltrúar úr hverjum flokki á Landsmót fyrir hönd Harðar og munum við hafa samband við knapa fljótlega til að fá staðfestingu á þátttöku. Í hverjum flokki eru tveirvaraknapar sem verður einnig haft samband við.
Minnum á mátun á jökkum í dag og á morgun. Á staðnum verða líka þeir grænu Harðarjakkar (keppnisjakkar) sem er til ef einhvern vantar slíkan. Ekki mikið úrval en nokkrir frekar stórir barnajakkar og stórir karlmannsjakkar til.
Sameiginlegt Gæðingamót Harðar og Adams sem er um leið úrtaka fyrir Landsmót verður haldið helgina 11-12 júní.
Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk.
Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk.
Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna.
Keppt verður í.
-A flokk
-B flokk
- Ungmennaflokk
- Unglingaflokk
- Barnaflokk
Á mótinu verður einnig keppt í
- A flokkur Ungmenni
- Gæðingaflokkur 2 A flokkur (áhugamenn)
- Gæðingaflokkur 2 B flokkur (áhugamenn)
- Gæðingatölt Fullorðinsflokkur 17 ára +
- Gæðingatölt Unglingaflokkur yngri en 17 ára
- Unghrossakeppni og pollaflokki (skráning á messenger Mótanefndar Harðar)
Einnig verður glæsilegasta par Harðar valið þar að segja hestur og knapi.
Skráningar fara í gegnum sprotfengur.com
Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 05.06 kl 24
Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.
Við viljum vekja athygli á og hvetja til notkunar á hnöppum á heimasíðu Harðar þar sem hægt er að senda ábendingar og tilkynna óhöpp eða slys á svæðinu. Í gegnum þessa hnappa kemst erindið til skila rétta leið og er tekið til umfjöllunar og úrvinnslu hjá stjórn.
Eins veitir það betri yfirsýn að hafa hluti skriflega og tekna saman þegar þarf að eiga við þriðja aðila varðandi úrbætur til dæmis.
Þessir hnappar eru efst hægra megin á spássíu á heimasíðunni, en lenda alveg neðst þegar síðan er skoðuð í síma.
Fyrri úrtaka Harðar og Adams fer fram miðvikudaginn 8.júní hún gildir inná Landsmót en ekki í úrslit.
Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk
Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk
Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna.
Keppt verður í.
-A flokk
-B flokk
- Ungmennaflokk
- Unglingaflokk
- Barnaflokk
Skráningar fara í gegnum sprotfengur.com
Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 05.06 kl 24
Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.
Þeim sem hafa fengið úthlutað beit á vegum félagsins í landi Mosfellsbæjar er heimilt að sleppa hestum í hólfin 10.júní næstkomandi.