Fáksreið

Á laugardaginn 7. maí er FÁKSREIÐIN. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00  Frábær hefð og við fjölmennum auðvitað eins og venjulega.

 

Fáksfélagar eru þegar farnir að undirbúa veitingar fyrir okkur og munu ríða  á móti okkur. Ragnar Lövdal verður farastjóri.

 

Hlökkum til

Ferðanefndin

Hringvöllurinn laugardaginn 30.4.

Hringvöllurinn laugardaginn 30.4.
Ath! Það eru ungar og efnilegar knapar að æfa sig á hringvellinum laugardaginn 30.4. frá kl 09-16.
Því er hringvöllurinn þá frátekinn fyrir Hæfileikamótun LH!
Takk fyrir skilninginn!
 
 

Hreinsunardagur Harðar sumardaginn fyrsta, 21. apríl!

Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi okkar, hittumst og fegrum í kringum okkur fyrir vorið, sem er nú að bresta á 🙂

 

Dagskráin er hefðbundin:

 

 - 09:30: Hittumst við reiðhöllina og Rúnar útdeilir svæðum og ruslapokum

 - 09:35-12:00 Plokkum eins og vindurinn

 - 12:00: Hamborgar og pylsur í anddyri reiðhallar.

 

Hvetjum alla til að koma og taka þátt. Þetta er skemmtileg samvera 😊

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Stjórnin.

Við ætlum að fá okkur jakka!

HEKLA JAKKI
Flott snið fyrir herra og dömu
• Efnið er mjög létt og krumpufrítt, vindþétt
10.000g/m2, vatnshellt 10.000mm H2O og með 4-way-stretch.
• Vatnsheldir saumar.
• YKK rennilásar á jakka og vösum.
• Brjóstvasi sem rúmar allar stærðir af farsímum
• Gott rennilásagrip svo auðvelt sé að renna þegar verið er í hönskum.
• Hetta sem passar yfir reiðhjálma og hægt að þrengja.
• Jakkinn verður með merki Hestamannafélagsins Harðar á hægra brjósti
 
Almennt verð út úr verslun 23.990.
Sértilboð til Harðarfélaga er aðeins 17.490.
 
Ferlið er eftirfarandi:
• Við fáum jakka í öllum stærðum í maí og
verðum með auglýsta mátunardaga í Harðarbóli.
• Við pöntun er greitt fyrir valdar stærðir.
• Jakkarnir fást svo afhentir í júní.
Nánari upplýsingar verða settar hér inn næstu daga.
 
278475076_7293957560645389_1809394899143040487_n.jpg
 

POLLAR!

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 5 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Fimmtudagar

7.4.
28.4.
5.5.
12.5.
19.5

Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!

kl 1630-17 teymdir

kl 17-1730 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti

Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

 

Helgarnámskeið með Sigvaldi Lárus Guðmundsson

FELLT NIÐUR

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með helgarnámskeið í Reiðhöllinni í Herði helgina 23.-24.apríl. 

Einkatímar (2x45min) og einstaklingsmiðlað kennslu.

Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.

Skráning á https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Minnst 8 - max 10manns

Verð:

Unglingar og Ungmenni 22000kr
Fullorðnir 25000 kr

244526963_1291762097922538_8220037914295798349_n.jpg

 

Einkatímar með Johan Haggberg

Fræðslunefndir Fáks og Harðar leiða saman hesta sína og bjóða upp á reiðnámskeið með margfalda heimsmeistaranum, dómaranum og reiðkennaranum honum Johan Haggberg.

Námskeiðið verður haldið í Fáki 12.-13. Apríl og 14. -15 april í Herði.

Johan er afar eftirsóttur reiðkennari og er þekktur fyrir að ná góðum árangri á stuttum tíma. Einstakt tækifæri fyrir þá sem verða ekki að tana á Tene um páskana 😀

Verð 33.000 kr. fyrir tvo 45 mínútna einkatíma.

Skráning hjá Herði í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/hfhordur 
og hjá Fáki í gegnum www.Sportfengur.com

johan-haggberg.jpg

 

 

Skriftstofa Harðar lokuð 11-24.apríl 2022

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því 11.4. og kem aftur 24.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í núna sem fyrst eða innan við næsta viku.
Ef það kemur eitthvað áríðandi upp má einnig að hringja í Rúnar framkvæmdastjóra í 8647753 eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Takk og kæra kveðjur
 
Sonja
 

Beitarhólf sumarið 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn:

https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf


Umsóknir verða að berast fyrir 24. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.


Stjórnin

umsókn má að finna hér:

https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit