Uppfærðar sóttvarnarreglur í íþróttum
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Laugardagur, janúar 15 2022 11:57
- Skrifað af Sonja
Uppfærðar sóttvarnarreglur í íþróttum | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)
Uppfærðar sóttvarnarreglur í íþróttum | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að samkomutakmarkanir verða hertar á miðnætti.
Þar sem áhorfendur að keppni og æfingum eru bannaðir þurfum við að loka áhorfendapöllunum í reiðhöllinni. Það verður áfram fullt af spritti á staðnum og biðjum við alla að nota það þegar td er verið að opna hurðina, nota skítagafal eða brokkspírur eða annað dót.
Það er ekki grímuskylda í reiðhöllinni, en gætt skal að fjarlægðarmörkum eins og frekast er unnt.
Minnum á að ef höllin er hálf vegna kennslu mega ekki vera fleiri en 6 knapar í fremri helmingnum og ef hún er öll opin eru ekki fleiri en 12 manns inni.
Við minnum á mikilvægi þess að halda áfram að sinna persónulegum sóttvörnum vel og að sjálfsögðu fara ekki í reiðhöllina með covid- eða flensulík einkenni, fara bara beint í test og kynna sér reglur um sóttkví og smitgát 😊
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu höfum við ákveðið að fresta fyrirætluðu móti núna á föstudaginn, Smalamót FMos og Glasareið. Vonumst til að geta komið því aftur á dagskrá við fyrsta tækifæri.
Kveðja
Mótarnefnd Harðar.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu höfum við ákveðið að fresta fyrirætluðu móti núna á föstudaginn, Þrígangur FMos og Glasareið.
Vonumst til að geta komið því aftur á dagskrá við fyrsta tækifæri.
Kveðja Mótarnefnd Harðar.
Viljum bara minna á reglur varðandi leigu á reiðhöllinni undir kennslu. Nú fer allt aftur á fullt í vetrarþjálfun og biðjum við alla að kynna sér vel umferðarreglur og reglur reiðhallarinnar (skilti fyrir framan inngang og á hordur.is ) - munum að tala saman, sýna tillitssemi og vera góð hvert við annað
Áður boðuðum umræðufundi um vallarsvæði og hringgerði á félagssvæðinu, sem halda átti miðvikudaginn 5 janúar 2022 er frestað um óákveðinn tíma.
Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir minna vanir
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur