Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld : Sjálfberandi og fimur

Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld 🙂
 
Sjálfberandi og fimur
Ragnhildur Haraldsdóttir mun halda sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fyrir alla áhugasama hestamenn. Sýnikennslan verður haldin miðvikudaginn 23.nóv. og hefst kl.20:00. Húsið opnar kl.19:30, aðgangseyrir 1000kr. Frítt fyrir 10 ára og yngri. Kaffi og léttar veitingar til sölu.
Sýnikennslan mun fjalla um upphaf vetrarþjálfunar með það að markmiði að hesturinn geti orðið sjálfberandi, virkur og fimur með áframhaldandi þjálfun.
Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem og á stórmótum. Ragnhildur er knapi í landsliði Íslands og hefur m.a. verið valin sem íþróttaknapi ársins 2020.
Auk þess mun Eveliina Marttisdottir sem er „saddle fitter" kynna fyrir áhorfendur hvað „saddle fitting" er, mikilvægi þess og hvað það getur haft mikil áhrif á þjálfun og uppbyggingu hestsins að vera með réttan hnakk.
 
ragga.jpg