- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 16 2021 09:25
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðarfélagar.
Við höldum í hefðir og á gamlársdag verður að venju farið ríðandi til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00. Léttar veitingar verða á staðnum.
Gætt verður ítrustu sóttvarna og miðað við að samkomutakmarkanir verði ekki hertar.
Kveðja
Stjórnin.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 08 2021 20:01
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021 fer fram í byrjun janúar samkvæmt þá gildandi covid-19 reglugerð.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 15. desember 2021.
Í þetta skipti munum við ekki veita viðurkenningar til Íslands-, deildar- og bikarmeistara, efnilega ungmenna og landsverkefna.
Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa ykkar félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
Greinargerð um íþróttakonu/íþróttakarl (hámark 80 orð)
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
• Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og email hjá viðkomandi.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd
*Þarf að skila inn til síðasta lagi miðvikudaginn 15.desember 2021 til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. *