Keppnisnámskeið 2023 börn /unglingar/ungmenni– Sigvaldi Lárus Guðmundsson

Sýnikennsla fimmtudagur 12 jan kl 19:00
09 jan
16 jan
23 jan
30 jan
06 feb 
13 feb 

Keppnisnamskeið Harðar fyrir börn, unglinga og ungmenni rennur af stað í byrjun janúar og eru sex skipti til að byrja með og verða kennd á mánudögum.
Tilgangur námskeiðsins er að byggja upp bæði knapa og hest fyrir komandi keppnistímabil. Ásamt þessu verður farið í að aðstoða þáttakendur við þjálfun hestanna sinna, bæta jafnvægi og stjórnun ásamt ásetu og stjórnun knapa.
Námskeiðið er í boði fyrir bæði krakka með keppnisreynslu og líka þau sem eru að taka sín fyrstu skref í keppni.
Það verður sýnikennsla fimmtudag 12.janúar sem allir nemendur eiga helst að mæta (innifalið). Verkleg kennsla hefst mánudaginn 09. janúar. ATH: Hver knapi getur bara skrá sig með einum hesti, enn möguleiki að skrá sig á biðlista með hest númer 2 ef eitthvað losnar í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Kennari: Sigvaldi Lárus 

Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af reiðkennslu hvort sem það er undirbúningur fyrir keppni eða að aðstoða við þjálfun hesta og knapa. Sigvaldi hefur m.a. starfað sem reiðkennari við Háskólann á Hólum, við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kennt Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ásamt því að hafa haldið reiðnámskeið hérlendis sem og erlendis.
Pláss fyrir 12 krakkar.

Verð 27.500 kr

Skráning opnar sunnudagurinn 20.11. Kl20:00 

Skráningafrestur 06.01.2023

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

244526963_1291762097922538_8220037914295798349_n_1.jpg