Fyrirlestur og sýnikennslu með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómari

Kynbótanefnd auglýsir fyrirlestur og sýnikennslu með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara.
Laugardag 11 mars.
Byrjar kl 10 í Harðarbóli með fyrirlestri.
Hádegismatur kl 12-13 (boðið uppá súpu, brauð og kaffi). Sýnikennsla í reiðhöll kl 13 - ca 15 þar sem farið verður yfir nokkur hross og þau mæld og metin út frá þeim eiginleikum sem metnir eru við sköpulagsdóma kynbótahrossa.
Gjaldinu stillt í hóf (námskeið og hádegismatur): 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn Harðar og 5.000 fyrir aðra (hægt að gerast félagi á staðnum).
Gott að félagsmenn skrái sig í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo við vitum ca fjölda.
 
ny.jpg
 

Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti 

Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti 

Almennt reiðnámskeið fyrir krakka - minna vanir
Námskeið fyrir minna vana krakka sem vilja öðlast meiri færni í grunnreiðmennsku og byggja sjálfstraust og öryggi á baki

Almennt reiðnámskeið fyrir krakka - meira vanir
Námskeið fyrir meira reyndari krakka sem vilja öðlast góðan grunn í reiðmennsku með áherslu á jafnvægi og stjórnun

 

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ. 

Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur. Eða 2 hópar og styttur tími. 

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 17-18(minna vanir) og 18-19(meira vanir), 6 skipti.

Dagsetningar 2023

28. febrúar

07. mars

14. mars

21. mars 

28.mars

11. apríl 

Verð: 13000kr

 

Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

Pollanámskeið!

Skemmtilegt námskeið fyrir hressa polla með áherslu á jafnvægi, undirstöðuatriði í reiðmennsku og fjölbreytar þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
 
Knari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Dagsetningar Þriðjudagar
BYRJAR 28.2.
Staðsetningu: Stóra Reiðhöllin!
kl 1600-1630 teymdir
kl 1630-1700 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 6 skipti (ekki kennt 4.4.)
 
Skráning:
 

Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið

Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið
Frábært námskeið fyrir fólk sem vill læra að byggja upp endingargóðan og skemmtilegan reiðhest með áherslu á líkamsbeitingu hests og knapa
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 19:00
Dagsetningar 2023:
28. febrúar
07. mars
14. mars
21. mars
28. mars
11. apríl
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir, reiðkennari frá Hólum
Verð: 20000 kr
Skráning opnar í kvöld, fimmtudag, kl 21:00
 
332139679_1882578372093552_7802639587337019269_n.jpg
 

Sýnikennsla með Súsanna Sand FRESTAÐ

Miðaverð 1500kr - frítt fyrir 21ára og yngri
 
Hlökkum til að sjá sem flesta í Reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær 🙂
 
Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómari. 
263343931_882573889100714_1703233462961822814_n.jpg
 

Sýnikennsla með Fredericu Fagerlund um Gæðingalist

Fredrica Fagerlund tamningakona, þjálfari og reiðkennari, hefur tekið þátt í Gæðingalist efstu deilda sl. ár með eftirtektarverðum árangri. Hún þykir einstaklega fær og fágaður knapi sem mætir með hross sín sérlega vel undirbúin og vel þjálfuð. Í sýnikennslunni ætlar hún að veita okkur innsýn í sína þjálfun og hvernig hún undirbýr bæði minna og meira vana hesta fyrir Gæðingalist.
 
15.febrúar miðvikudag Kl 19:00 í Reiðhöllinni Harðar í Mosó
 
Verð 1000kr
frítt fyrir 21árs og yngri
 
Allir velkomnir!
 
329627829_586158709638673_9141166548592025460_n.jpg
 

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það er ekki nóg að hesturinn sé í formi, knapinn þarf að vera það líka.
Framlag Mosfellsbæjar til afreksþjálfunar er 10 árskort í íþróttamiðstöðina að Varmá.
Ætlað fyrir keppnisfólk á öllum aldri, enn hvetjum alla áhugasama að sækja um kort.
 
Þau sem vilja nýta sér þetta sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til sunnudaginn 29.1.23
 

Árshátíð Harðar 2023 - 25feb2023

Nú skemmtum við okkur saman á árshátið Harðar 2023!
Veislustjóri er okkar eini sanni Guðni Halldórsson, geggjað stuðball er í höndum hljómsveitarinnar Bland og maturinn kemur frá Grillvagninum. Húsið opnar klukkan 18.30 með fordrykk, borðhald hefst 19.30. Á matseðlinum er lambakjöt og kalkúnn með meðlæti, vegan valkostur í boði en panta þarf það sérstaklega með miðapöntun. Kaffi og sætmeti á eftir. Barinn opinn!
Miðaverð 10.900, hægt að kaupa miða eftir 23.00 á 2000, þarf líka að panta þá.
Miðapantanir á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
!!! 18ára aldurstakmark !!! 
 
FBPostHordur2023.png
 

Helgarnámskeið með Fríðu Hansen 11.-12. febrúar

Reiðkennarinn Fríða Hansen verður með helgarnámskeið í reiðhöllinni í Herði helgina 11.-12. febrúar. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Fríða er reynslumikill reiðkennari og þjálfari og hefur kennt mikið bæði hér heima og erlendis með góðum árangri.
 
Á námskeiðinu hjálpar hún knöpum af stað með vetrarþjálfunina og markmiðssetningu fyrir komandi tímabil. Kennt verður í 40 mínútna einkatímum báða dagana.
Þátttakendur mega horfa á alla tímana og eru hvattir til þess.
 
Lágmark 7 nemendur
Verð kr. 25.000kr
Skráning opnar kl 12:00 í dag, miðvikudag 25jan
 
frida.jpg+