Æfingamót Harðar - Skráning lýkur þriðjudagskvöld
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, maí 09 2022 22:15
- Skrifað af Sonja
Á 98. ársþingi UMSK í liðinni viku hlaut hestamannafélagið Hörður hvatningarverðlaun UMSK 2021 fyrir starf fræðslunefndar fatlaðra. Verðlaununum fylgir peningastyrkur og erum við ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á frábæru starfi á reiðnámskeiðum fatlaðra sem borið er uppi af fræðslunefndinni og sjálfboðaliðum og rekið með styrkjum.
Á myndinni eru Jón Geir Sigurbjörnsson stjórnarmaður og Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar að taka við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Sigurbergssonar formanni UMSK.
Á laugardaginn 7. maí er FÁKSREIÐIN. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00 Frábær hefð og við fjölmennum auðvitað eins og venjulega.
Fáksfélagar eru þegar farnir að undirbúa veitingar fyrir okkur og munu ríða á móti okkur. Ragnar Lövdal verður farastjóri.
Hlökkum til
Ferðanefndin
FELLT NIÐUR
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með helgarnámskeið í Reiðhöllinni í Herði helgina 23.-24.apríl.
Einkatímar (2x45min) og einstaklingsmiðlað kennslu.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Skráning á https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Minnst 8 - max 10manns
Verð:
Unglingar og Ungmenni 22000kr
Fullorðnir 25000 kr
Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi okkar, hittumst og fegrum í kringum okkur fyrir vorið, sem er nú að bresta á 🙂
Dagskráin er hefðbundin:
- 09:30: Hittumst við reiðhöllina og Rúnar útdeilir svæðum og ruslapokum
- 09:35-12:00 Plokkum eins og vindurinn
- 12:00: Hamborgar og pylsur í anddyri reiðhallar.
Hvetjum alla til að koma og taka þátt. Þetta er skemmtileg samvera 😊
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.
Kæru félagar
Ég verð í frí frá því 11.4. og kem aftur 24.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í núna sem fyrst eða innan við næsta viku.Ef það kemur eitthvað áríðandi upp má einnig að hringja í Rúnar framkvæmdastjóra í 8647753 eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Takk og kæra kveðjurSonja