98. ársþingi UMSK

Á 98. ársþingi UMSK í liðinni viku hlaut hestamannafélagið Hörður hvatningarverðlaun UMSK 2021 fyrir starf fræðslunefndar fatlaðra.  Verðlaununum fylgir peningastyrkur og erum við ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á frábæru starfi á reiðnámskeiðum fatlaðra sem borið er uppi af fræðslunefndinni og sjálfboðaliðum og rekið með styrkjum.

Á myndinni eru Jón Geir Sigurbjörnsson stjórnarmaður og Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar að taka við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Sigurbergssonar formanni UMSK.

 

1E1A9924.jpg

 

Hjólamót á laugardaginn 7 maí

Mótið fer fram við Reykjalund og er hjólað upp Skammadalsveg frá Reykjum og inn með Reykjafelli að Æsustaðafelli og niður Skammdalsveg aftur (hringur) niður að Reykjalundi aftur 3-5 hringir
Hefst kl 10 og stendur í ca 2-3 tíma.
 
fahrradfahrer-clipart-1.jpg
 

Fáksreið

Á laugardaginn 7. maí er FÁKSREIÐIN. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00  Frábær hefð og við fjölmennum auðvitað eins og venjulega.

 

Fáksfélagar eru þegar farnir að undirbúa veitingar fyrir okkur og munu ríða  á móti okkur. Ragnar Lövdal verður farastjóri.

 

Hlökkum til

Ferðanefndin

Hringvöllurinn laugardaginn 30.4.

Hringvöllurinn laugardaginn 30.4.
Ath! Það eru ungar og efnilegar knapar að æfa sig á hringvellinum laugardaginn 30.4. frá kl 09-16.
Því er hringvöllurinn þá frátekinn fyrir Hæfileikamótun LH!
Takk fyrir skilninginn!
 
 

Við ætlum að fá okkur jakka!

HEKLA JAKKI
Flott snið fyrir herra og dömu
• Efnið er mjög létt og krumpufrítt, vindþétt
10.000g/m2, vatnshellt 10.000mm H2O og með 4-way-stretch.
• Vatnsheldir saumar.
• YKK rennilásar á jakka og vösum.
• Brjóstvasi sem rúmar allar stærðir af farsímum
• Gott rennilásagrip svo auðvelt sé að renna þegar verið er í hönskum.
• Hetta sem passar yfir reiðhjálma og hægt að þrengja.
• Jakkinn verður með merki Hestamannafélagsins Harðar á hægra brjósti
 
Almennt verð út úr verslun 23.990.
Sértilboð til Harðarfélaga er aðeins 17.490.
 
Ferlið er eftirfarandi:
• Við fáum jakka í öllum stærðum í maí og
verðum með auglýsta mátunardaga í Harðarbóli.
• Við pöntun er greitt fyrir valdar stærðir.
• Jakkarnir fást svo afhentir í júní.
Nánari upplýsingar verða settar hér inn næstu daga.
 
278475076_7293957560645389_1809394899143040487_n.jpg
 

Helgarnámskeið með Sigvaldi Lárus Guðmundsson

FELLT NIÐUR

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með helgarnámskeið í Reiðhöllinni í Herði helgina 23.-24.apríl. 

Einkatímar (2x45min) og einstaklingsmiðlað kennslu.

Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.

Skráning á https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Minnst 8 - max 10manns

Verð:

Unglingar og Ungmenni 22000kr
Fullorðnir 25000 kr

244526963_1291762097922538_8220037914295798349_n.jpg

 

Hreinsunardagur Harðar sumardaginn fyrsta, 21. apríl!

Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi okkar, hittumst og fegrum í kringum okkur fyrir vorið, sem er nú að bresta á 🙂

 

Dagskráin er hefðbundin:

 

 - 09:30: Hittumst við reiðhöllina og Rúnar útdeilir svæðum og ruslapokum

 - 09:35-12:00 Plokkum eins og vindurinn

 - 12:00: Hamborgar og pylsur í anddyri reiðhallar.

 

Hvetjum alla til að koma og taka þátt. Þetta er skemmtileg samvera 😊

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Stjórnin.

Skriftstofa Harðar lokuð 11-24.apríl 2022

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því 11.4. og kem aftur 24.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í núna sem fyrst eða innan við næsta viku.
Ef það kemur eitthvað áríðandi upp má einnig að hringja í Rúnar framkvæmdastjóra í 8647753 eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Takk og kæra kveðjur
 
Sonja