Firmakeppni Harðar

Nú er komið að hinni árlegu firmakeppni Harðar sem fer fram á fimmtudaginn 20.apríl, sumardaginn fyrsta og verður haldin í framhaldinu af árlega hreinsunardeginum okkar.

Eftirfarandi flokkar verða í boði:
- Pollaflokkur
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3.flokkur
- 2.flokkur
- 1.flokkur
- Heldri menn og konur (60+)

Polla og barnaflokkarnir verða riðnir á hringvellinum en aðrir flokkar á skeiðbrautinni. Formið er með hefðbundnum hætti, hægt tölt að höll og yfirferðargangur til baka frá reiðhöllinni.

Alls verða riðnar 4 ferðir (tvær að höll og tvær frá).

Skráning fer fram í reiðhöllinni á milli 12-13, og mótið hefst svo klukkan 14:00.

Þátttaka er frí, þökk sé okkar góðu styrktaraðilum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll á fimmtudaginn.

firmakeppni.jpg