Almennt reiðnámskeið – Fullorðnir

FULLBÓKAÐ
 
Skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja bæta ásetu, stjórnun og gangtegundir. Farið verður í vinnu við hendi, samspil ábendinga, fimiæfingar og þjálfun gangtegunda.
Knapar mæta með eigin hest og búnað.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 18:00
4 pláss
 
Dagsetningar 2022:
24jan / 31jan / 7feb / 14feb / 21feb / 28feb
Verð: 19 000 kr
 
Skráning opnar 23.12. (í dag) kl 12:00 hér:
 
rag.jpg

Íþróttafólk Harðar 2021 og tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir er fædd 1989 og hefur verið í hestamannafélaginu Herði alla tíð.

Árið 2021 var mjög gott hjá henni og átti hún góðu gengi að fagna á bæði keppnis- og kynbótabrautinni.  Hún á sæti í landsliði Íslands í hestaíþróttum og var í toppsætunum á öllum þeim mótum sem hún keppti á 2021.  Hún var auk þess tilnefnd til kynbóta-, íþróttaknapa og knapa ársins á uppskeruhátíð landssambands hestamanna.

Aðalheiður sýndi 30 hross í 1. Verðlaun á árinu og á meðal þeirra var hæst dæmda 6 vetra hryssa ársins 2021.

Benedikt Ólafsson  er 18 ára gamall og stoltur Harðafélagi frá unga aldri. 

Hann varð á Íslandsmóti 2021 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal íslandsmeistari í gæðingaskeiði og var einnig á verðlaunapalli í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti á því móti.  Benedikt vann einnig gæðingaskeiðið á Reykjavíkurmeistaramótinu og var þar að auki á verðlaunapalli í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti.  Auk þess vann hann til verðlauna á öllum öðrum mótum sem hann tók þátt í árið 2021.  Hann valinn í U-21 landsliðs hóp Íslands í hestaíþróttum nýlega og var jafnframt tilnefndur sem  efnilegasti knapi ársins á uppskeruhátíð landssambands hestamanna.

Benedikt eyðir öllum frítíma í hesthúsinu, þar líður honum best, hann sækir reiðkennslu í hverri viku.

IMG_0571_1.JPG

 

bennsi.JPG

Bókin hennar Súsönnu - Heillaðu hestinn

Kæru félagar.
Hún Súsanna Sand okkar var að gefa út bókina Heillaðu hestinn. Býður hún okkur Harðarfélögum að kaupa hana með afslætti á 5200 kr og fá hana áritaða í anddyri reiðhallarinnar á morgun, miðvikudaginn 22. desember milli klukkan 18 og 19.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að hitta á Súsönnu og eignast þessa fallegu bók.
 
263343931_882573889100714_1703233462961822814_n.jpg
 
267225044_440944450959609_6588607832978101989_n.jpg
 
263659333_501359004510189_7584527299754583911_n.jpg
 
265991474_249208310503499_5022354608340427686_n.jpg
 
 

Gamlársdagsreið!

Kæru Harðarfélagar.

Við höldum í hefðir og á gamlársdag verður að venju farið ríðandi til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal.  Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00.  Léttar veitingar verða á staðnum. 

Gætt verður ítrustu sóttvarna og miðað við að samkomutakmarkanir verði ekki hertar.

Kveðja

Stjórnin.

Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021

Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
 
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021 fer fram í byrjun janúar samkvæmt þá gildandi covid-19 reglugerð.
 
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 15. desember 2021.
Í þetta skipti munum við ekki veita viðurkenningar til Íslands-, deildar- og bikarmeistara, efnilega ungmenna og landsverkefna.
Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
 
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa ykkar félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
 
Greinargerð um íþróttakonu/íþróttakarl (hámark 80 orð)
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
• Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og email hjá viðkomandi.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd
 
*Þarf að skila inn til síðasta lagi miðvikudaginn 15.desember 2021 til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. *
 
mos.jpg

Almennur félagsfundur: Vallarsvæði og hringgerði 

Stjórn Harðar boðar til umræðufundar um vallarsvæði og hringgerði á félagssvæðinu, miðvikudaginn 5 janúar 2022, klukkan 20:00 í Harðarbóli.

Farið verður yfir hugmyndir um breytingar á vallarsvæði og möguleika því tengdu ásamt hugmyndum um breytingar og viðbætur á hringgerðum með yfirbyggingu í huga.

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, koma með hugmyndir og hafa áhrif á framtíðar skipulag hverfisins.

Kveðja

Stjórn Harðar

 

 

 

Vegna reiðhallar

Eins og notendur reiðhallar hafa tekið efir hefur verið lagt töluvert í að laga gólfið í henni undanfarið. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt og heilmikil vinna. Forsendan fyrir að hægt sé að hafa furuflís á gólfinu er að ALLIR taki upp skít, ekki bara eftir sinn hest heldur líka það sem einhverjum öðrum hefur yfirsést, þannig gerum við þetta saman.

Borið hefur á að sérstaklega er gengið illa um gólfið um helgar, við verðum að taka okkur tak og gera betur, það kostar of mikið að skipta út furuflís á nokkurra mánaða fresti og síst viljum við hækka gjaldið fyrir aðgang að höllinni. Þetta hangir allt saman og við getum vel vandað okkur og haft þetta allt í góðu lagi, með samvinnu.

Með kveðju frá formanni