- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, apríl 03 2022 16:49
-
Skrifað af Sonja
Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 5 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Fimmtudagar
7.4.
28.4.
5.5.
12.5.
19.5
Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!
kl 1630-17 teymdir
kl 17-1730 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti
Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 31 2022 11:47
-
Skrifað af Sonja
Fræðslunefndir Fáks og Harðar leiða saman hesta sína og bjóða upp á reiðnámskeið með margfalda heimsmeistaranum, dómaranum og reiðkennaranum honum Johan Haggberg.
Námskeiðið verður haldið í Fáki 12.-13. Apríl og 14. -15 april í Herði.
Johan er afar eftirsóttur reiðkennari og er þekktur fyrir að ná góðum árangri á stuttum tíma. Einstakt tækifæri fyrir þá sem verða ekki að tana á Tene um páskana 😀
Verð 33.000 kr. fyrir tvo 45 mínútna einkatíma.
Skráning hjá Herði í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
og hjá Fáki í gegnum www.Sportfengur.com
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 29 2022 10:40
-
Skrifað af Sonja
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholfUmsóknir verða að berast fyrir 24. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.
Stjórnin
umsókn má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 25 2022 13:19
-
Skrifað af Sonja
Nú er búið að lagfæra og opna reiðleiðir upp í Mosfellsdal, um Skammadal og við Bjarg. Einnig er Ístakshringurinn að mestu ágætur yfirferðar. Töluverður snjór er enn á sumum þessum leiðum og bleyta, en vel fært, búið að stinga í gegnum skafla.