POLLAR!

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 5 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Fimmtudagar

7.4.
28.4.
5.5.
12.5.
19.5

Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!

kl 1630-17 teymdir

kl 17-1730 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti

Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

 

Einkatímar með Johan Haggberg

Fræðslunefndir Fáks og Harðar leiða saman hesta sína og bjóða upp á reiðnámskeið með margfalda heimsmeistaranum, dómaranum og reiðkennaranum honum Johan Haggberg.

Námskeiðið verður haldið í Fáki 12.-13. Apríl og 14. -15 april í Herði.

Johan er afar eftirsóttur reiðkennari og er þekktur fyrir að ná góðum árangri á stuttum tíma. Einstakt tækifæri fyrir þá sem verða ekki að tana á Tene um páskana 😀

Verð 33.000 kr. fyrir tvo 45 mínútna einkatíma.

Skráning hjá Herði í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/hfhordur 
og hjá Fáki í gegnum www.Sportfengur.com

johan-haggberg.jpg

 

 

Beitarhólf sumarið 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn:

https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf


Umsóknir verða að berast fyrir 24. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.


Stjórnin

umsókn má að finna hér:

https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit
 
 

Reiðleiðir

Nú er búið að lagfæra og opna reiðleiðir upp í Mosfellsdal, um Skammadal og við Bjarg.  Einnig er Ístakshringurinn að mestu ágætur yfirferðar.  Töluverður snjór er enn á sumum þessum leiðum og bleyta, en vel fært, búið að stinga í gegnum skafla.

 

Skeiðbraut og keppnisvöllurinn

Nú hefur skeiðbrautinni og keppnisvellinum verið lokað fyrir allri umferð. Það þýðir að það má alls ekki ríða á þeim fyrr en þeir hafa jafnað sig og verið undirbúnir fyrir notkun.

Það verður tilkynnt þegar opnað verður aftur.

162192593_5234917209882778_1844410360943088292_n.jpg

 

Kynbótahross Harðar 2021 - Hófsóley frá Dallandi

Hófsóley frá Dallandi var hæstdæmda kynbótahrossið í Herði 2021 og er því Kynbótahross Harðar 2021.
 
Innilega til hamingju Dalland!
 
Hófsóley frá Dallandi - 8. Vetra
• Stór og falleg alhliðahryssa
• 3 X 8,5:
• tölt
• hægt stökk
• fegurð í reið
• 5 X 9,0
• háls/herðar/bóga
• bak og lend
• hófar
• brokk
• samstarfsvilji
a.e. 8,47
 
Hofsóley_2.jpg
 
 

Benedikt Ólafsson og Bikar frá Ólafshaga unnu T2 í Meistaradeild Ungmenna

Benedikt Ólafsson stóð sig aftur með prýði í keppni um helgina. Hann keppti á Meistaradeild Ungmenna í T2 og skeið. Hann vann T2 á honum Bikari frá Ólafshaga með einkunnina 7,50👏👏👏

Svo voru hann og Leira-Björk frá Naustum III í 2. sæti í skeiðinu!

Innilegar hamingjuóskir Snillingur 🦄

274969599_639323290468186_4358221472124033137_n.jpg

 

 

Hesthúsapláss helgina 26 og 27 mars

Hesthúsapláss helgina 26 og 27 mars

Hæfileikamótun LH verður með námskeið í Herði 26 og 27 mars og vantar þeim hesthúsapláss fyrir 5 hesta max sem þurfa ekki heldur vera í sama hús. Er einhver til að styðja þessa unga og efnilega unga knapa og getur boðið upp á pláss fyrir þessa helgi?

Hæfileikamótun LH er styrktarverkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa.