Kótilettukvöld Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 24 2023 09:58
- Skrifað af Sonja
- Kynbótanefnd óskar eftir tilnefningum á kynbótahrossum félagsmanna fyrir árið 2022.
Tilnefnd hross skulu vera fædd félagsmanni og hafa verið sýnd til fullnaðardóms á árinu 2022,
tilnefningar skulu sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., þar sem nafn og kennitala félagsmanns og nafn og IS-númer hross koma fram.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 15. febrúar.
- Mat á sköpulagi hrossa:
Fyrirlestur og sýnikennsla með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara þann 11.mars. Skráning mun fara fram á sportabler.
Vorferð á ræktunarbú: Dagskrá og tímasetningar verða auglýstar síðar en stefnt er á að hún fari fram í apríl.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Á morgun er stefnt að hinni hefðbundnu gamlársdagsreið okkar Harðarmanna í Varmadal. Veðurhorfur eru ekki sérlega góðar, en við tökum bara stöðuna í fyrramálið, förum ekki að ana í neina vitleysu. Höldum plani þangað til annað kemur í ljós og sjáumst vonandi sem flest hress og kát
Lagt af stað úr naflanum klukkan 12.
Kæru Harðarfélagar.
Þá getum við loksins farið aftur í okkar hefðbundnu reið á gamlársdag! Að venju verður farið ríðandi til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal.
Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00. Léttar veitingar verða á staðnum, heitt súkkulaði og fleira. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kveðja, stjórnin
Kæru Harðarfélagar fjölskyldur og aðrir velunnarar.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og gleði á nýju ári. Þökkum skemmtilegt ár sem er að líða.
Stjórn Harðar
Að bæta hestinn sinn í hendi.
Farið stig að stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskiptakerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegann og sveigjanlegan. Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
6 skipti
Fimmtudaga kl 18-19
Dagsetningar
19.1.
26.1.
9.2.
16.2.
23.2.
2.3.
Verð: 22 000 kr
Skráning opnar í sportabler í kvöld (15.12.) kl 20:00
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur