Uppskerahátíð Æskulýðsnefndar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, október 14 2022 10:25
- Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar fimmtudaginn 27. október 2022. kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
Önnur mál
Fundarslit
Fyrir fundinum liggur ein lagabreyting:
1. grein
Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.
1. Grein verði
1.grein
Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.
Opinber félagsbúningur skal vera hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Harðargrænn með flauelskraga eða svartur einlitur, Harðarmerki skal vera á hægra brjósti.
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.
Stjórnin
Nú er komið að því að skila inn keppnis árangri 2022 vinsamlegast sendið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 6. Okt 22
Uppskeruhátíð verður augl síðar kveðja æskulýðsnefndin
Það eru nokkur laus pláss í félagshesthúsi Herði.
Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2023 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni). Hesturinn þarf að vera amk 6 vetra og fulltaminn.
Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig í leiðinni.
Í nóvember verður "hestlaus" mánuður sem farið verður í allskonar sem er tengt hestinum - "bóklegt" og allskonar verklegt líka. Innifalið inn í þessu er líka foreldrafræðsla þar sem foreldrar mæta eitt kvöld (væntanlega 25.11) og fá að vita grunnhluti um hesta og umhirðu þeirra.
Þessi námskeiðshluti er skyldumæting (líka foreldrafræðslan) fyrir alla sem eru með í félagshesthúsinu og kostar mánuðurinn 15'000.
Eftir það (desember - miðjan júni) kostar mánuðurinn 28'000. Þar er innifalið hesthúsapláss (með spænir og hey) og hjálp frá leiðbeinanda (Nathalie Moser) 1-2 í viku.
Einu sinni til tvísvar sinnum í mánuði verður líka reiðkennari á staðnum.
Nathalie hjálpar ef einhver vandamál koma upp á, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf kannski sérstaklega í byrjun, getur svarað spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá.
Auk þess eru krakkar sem eru í félagshesthúsinu hvattir til þess að nýta sér námskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins, eins og Knapmerkjanámskeiðin, almenn reiðnámskeið barna, sirkúsnámskeið o.s.frv.
Ef einhverjum vantar meiri utanumhald þá er hægt að semja um það beint við Nathalie.
Hestarnir þurfa að vera komnir á hús helgina 3./4. desember og erum við að reyna að semja við járningamann aftur sem myndi koma í vikunni eftir það til að járna þá hesta sem þarf (á kostnað eiganda hestsins samt) og dýralæknir til að raspa / ormahreinsa og allt sem þarf. Þessi fyrsta heilbrigðisskoðun er borguð af Hestamannafélaginu enn eftir það er kostnaður hjá krökkunum/foreldrum .
Krakkar sem skrá sig í félagshesthúsið skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið (sem er frá nóvember ("hestlaust" námskeið og svo desember - miðjan júni (með hesta))
Ef einhverjar spurningar vakna má senda Nathalie Moser skilaboð eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráning fer fram á sportabler. Takmarkað pláss í boði. Hlekkurinn er hér fyrir neðan: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Við erum með 3 stelpum sem hafa verið með lánshest í félagshesthús og vantar hest núna í þessu verkefni næst. Við erum að aðstoða með að finna hestana og helst reiðtygi með (ekki skilyrði).
Hestarnir þurfa að vera fulltaminn (enginn tryppi).
Stelpurnar eru 14-16ára og hafa verið í félagshús í fyrra þar sem þau fengu mjög mikla fræðslu og kennslu og var einnig farið í knapamerki 1 með hópinn.
Hestar eru í notkun frá byrjun desember til byrjun/mið júni. Það er góð utanumhald og krakkarnir fá góða fræðslu og eru svo hvattir að taka þátt á námskeiðum félagsins.
Hugmynd er að efla góðan félagsanda og samheldi milli krakkana á svipuðum aldri.
Endilega sendið á mig skilaboð ef það eru spurningar :)
Sonja
Yfirreiðkennari og Starfsmaður
Samkvæmt samkomulagi við Mosfellsbæ lýkur beitartíma 10. september líkt og undanfarin ár og reglur kveða á um.
Sökum sérlega góðrar sprettu verður þó leyft að beita nokkur hólf áfram og klára þannig að nýta beitina. Haft verður samband sérstaklega við þá sem fá þessa heimild, aðrir skulu tæma hólfin um næstu helgi (10. september) í síðasta lagi. Þó leyft verið að klára beit skal þess gætt að ganga ekki of nærri landi í þeim hólfum.
Samkvæmt reglum um úthlutun beitar skal minnt á þetta ákvæði:
"Beitarþegum ber að ganga vel og snyrtilega um hólfin. Fjarlægja ber alla lausa plaststrengi og plaststaura að loknum beitartíma. Einnig skal fjarlægja alla minni plaststampa sem ekki er hægt að fergja niður til varnar foki. . Þá skulu stærri vatnskör sett á hvolf fyrir veturinn. Það sem ekki hefur verið fjarlægt af lausum hlutum fyrir 1. október ár hvert verður fjarlægt af félaginu og ráðstafað/fargað."
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum: