Fyrsti kvennareiðtúr
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, mars 21 2023 21:19
- Skrifað af Sonja


Loksins eru vinsælu húfurnar með Harðarmerkinu komnar aftur í sölu. Þær seldust upp í fyrra en verða nú í sölu í Harðarbóli á Vetrarmótinu, laugardaginn, 18.mars og einnig í næstu viku:
Þriðjudaginn, 21.mars – frá 17-18 í reiðhöllinni
Fimmtudaginn, 23.mars frá 17-18 í reiðhöllinni.
Húfur verð: 2000.- stk
Buff (hálsklútur): 1000.- stk
Sett með prjónahúfu, derhúfu og buffi: 4000.-kr.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.
Athugið að vegna verulegrar hækkunar á áburðarverði bæði í fyrra og núna hefur verið ákveðið að hækka beitargjald um 1500 á hest.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur vandlega úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Umsóknir verða að berast fyrir 16. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.
Umsóknarform má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit
Kæru félagsmenn, við í fráfarandi árshátíðarnefnd viljum þakka félagsmönnum fyrir frábæra árshátíð. Okkur langar að við halda áralangri hefð að skipa fólk í nýja nefnd. Og hér með tilkynnist nýja Árshátíðarnefnd Harðar 2024
Gunnar Valson
Hákon Hákonarson
Hinrik Gylfason
Halldór Marías Ásgeirsson
Viktor Viktorson
Kveðja Rakel og Ragnheiður
Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti
Almennt reiðnámskeið fyrir krakka - minna vanir
Námskeið fyrir minna vana krakka sem vilja öðlast meiri færni í grunnreiðmennsku og byggja sjálfstraust og öryggi á baki
Almennt reiðnámskeið fyrir krakka - meira vanir
Námskeið fyrir meira reyndari krakka sem vilja öðlast góðan grunn í reiðmennsku með áherslu á jafnvægi og stjórnun
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur. Eða 2 hópar og styttur tími.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 17-18(minna vanir) og 18-19(meira vanir), 6 skipti.
Dagsetningar 2023
28. febrúar
07. mars
14. mars
21. mars
28.mars
11. apríl
Verð: 13000kr
Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Ingimar Sveinsson Harðarfélagi varð 95 ára þann 27.febrúar síðastliðinn.
Af því tilefni færði hestamannafélagið Hörður honum smá glaðining, þakklætisvott fyrir hans ómetanlega framlag til hestamennsku á Íslandi.
Myndina málaði Sigríður Ævarsdóttir og hafði til hliðsjónar hugmynd Ingimars um frelsi hestsins,
hann var upphafsmaður að tamningaaðferð sem hann kallaði af frjálsum vilja
Jón Geir Sigurbjörnsson varaformaður Harðar og Hákon Hákonarson Harðarfélagi afhentu Ingimar myndina fyrir hönd félagsins.