Harðar jakkar - afhending

Harðar jakkar - afhending í anddyri reiðhallar.

Afhending Harðar jakka til félagsmanna verður þriðjudaginn, 28.júní milli 17-19 í reiðhöllinni. Allir sem hafa pantað og greitt fyrir jakka fá þá afhenda  í réttri stærð merkta með Harðarmerki.

Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórnin

Mátun á jökkunum

Minnum á mátun á jökkum í dag og á morgun. Á staðnum verða líka þeir grænu Harðarjakkar (keppnisjakkar) sem er til ef einhvern vantar slíkan. Ekki mikið úrval en nokkrir frekar stórir barnajakkar og stórir karlmannsjakkar til.

Ábendingar og Tilkynningar

Við viljum vekja athygli á og hvetja til notkunar á hnöppum á heimasíðu Harðar þar sem hægt er að senda ábendingar og tilkynna óhöpp eða slys á svæðinu.  Í gegnum þessa hnappa kemst erindið til skila rétta leið og er tekið til umfjöllunar og úrvinnslu hjá stjórn. 

Eins veitir það betri yfirsýn að hafa hluti skriflega og tekna saman þegar þarf að eiga við þriðja aðila varðandi úrbætur til dæmis.

Þessir hnappar eru efst hægra megin á spássíu á heimasíðunni, en lenda alveg neðst þegar síðan er skoðuð í síma.

Harðarjakkarnir komnir – Mátunardagar

Mátunardagar fyrir Harðarjakka verða þriðjudaginn 7.júní og miðvikudaginn 8.júní milli 17-19 í Reiðhöllinni. Munið að taka greiðslukort með ykkur. Við pöntun er greitt fyrir valdar stærðir og svo verður afhending um miðjan júní.
HEKLA JAKKI
Flott snið fyrir herra og dömu
• Efnið er mjög létt og krumpufrítt, vindþétt
10.000g/m2, vatnshellt 10.000mm H2O og með 4-way-stretch.
• Vatnsheldir saumar.
• YKK rennilásar á jakka og vösum.
• Brjóstvasi sem rúmar allar stærðir af farsímum
• Gott rennilásagrip svo auðvelt sé að renna þegar verið er í hönskum.
• Hetta sem passar yfir reiðhjálma og hægt að þrengja.
• Jakkinn verður með merki Hestamannafélagsins Harðar á hægra brjósti
Almennt verð út úr verslun 23.990.
Sértilboð til Harðarfélaga er aðeins 17.490.
jakkar.jpg

Seinni úrtaka Harðar og Adams

Sameiginlegt Gæðingamót Harðar og Adams sem er um leið úrtaka fyrir Landsmót verður haldið helgina 11-12 júní. 

Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk. 

Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk.

Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna. 

 

Keppt verður í.

-A flokk

-B flokk

- Ungmennaflokk

- Unglingaflokk

- Barnaflokk

Á mótinu verður einnig keppt í 

- A flokkur Ungmenni 

- Gæðingaflokkur 2 A flokkur (áhugamenn)

- Gæðingaflokkur 2 B flokkur (áhugamenn)

- Gæðingatölt Fullorðinsflokkur 17 ára +

- Gæðingatölt Unglingaflokkur yngri en 17 ára

- Unghrossakeppni og pollaflokki (skráning á messenger Mótanefndar Harðar)

 

Einnig verður glæsilegasta par Harðar valið þar að segja hestur og knapi.  

 

Skráningar fara í gegnum sprotfengur.com

Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 05.06 kl 24

Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.

Fyrri úrtaka Harðar og Adams

Fyrri úrtaka Harðar og Adams fer fram miðvikudaginn 8.júní hún gildir inná Landsmót en ekki í úrslit. 

Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk 

Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk

Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna.

 

Keppt verður í.

-A flokk

-B flokk

- Ungmennaflokk

- Unglingaflokk

- Barnaflokk

 

Skráningar fara í gegnum sprotfengur.com

Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 05.06 kl 24

Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.

Náttúrureið og kirkjureið

 
Þá er komið að náttúrureið fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 28. maí. Riðið verður í Kollafjarðarétt, létt og skemmtileg reið sem hentar öllum. Lagt verður af stað frá naflanum kl. 13 og áætlað að reiðin taki um 2 klst.

Grillpartý í reiðhöllinni þegar heim er komið:
Það verða hamborgarar verð 1500 kr - grillað verður í reiðhöll og bjór og fleira til sölu þar.
 
 
Árleg kirkjureið sunnudaginn 29. maí lagt af stað úr naflanum kl. 13:00 kirkjukaffi í Harðabóli eftir guðsþjónustu.
 
 
Ferðanefnd