Vetrarþjálfun Harðarkrakka - með Thelmu Rut
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, desember 18 2023 14:18
- Skrifað af Sonja
Vetrarþjálfun Harðarkrakka
Spennandi námskeið fyrir krakka í Herði.
Aldur er ca 10-15ára (reynum að hópa eftir aldri ef það verða nógu margar skráningar).
Námskeiðið er byggt upp á bæði verklegum og bóklegum hluta.
Námskeiðið byrjar á bóklegan tíma í Harðarboli 03.1. kl 19:15-20:15.
Verklegir tímar fara svo fram í Reiðhöll Harðar á eftirfarandi dagsetningum (miðvikudögum):
10.01.
17.01.
24.01. BLÍÐUBAKKA
31.01.
07.02.
Það verða bara 4-5 í hóp og er tíminn 45min á hvern hóp Tímar eru kl 19:00-19:45
Þegar það eru helgaruppákomur hjá æskulýðsnefnd er það innifalið í þennan námskeið nema annað verður tekið fram. Kennari bóklegt/verklegt: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð á hvern þáttakanda er 18000 kr
Það verður framhald í boði!
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur